Grindavíkurhöfn stćrsta löndunarhöfn ţorsks

  • Höfnin
  • 14. október 2020

Grindavíkurhöfn er ein umsvifamesta fiskihöfn landsins. Miklar framkvæmdir hafa verið undanfarin þrjú ár á Miðgarði sem nú sér fyrir endann á. Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri segir þrýsting bæjaryfirvalda og hafnarstjórna í gegnum tíðina hafa skilað sér. Því hafi alltaf verið haldið á lofti hversu mikilvægt væri fyrir Grindavíkurhöfn að vera með Miðgarð í góðu standi. Næsta verkefni verði vonandi að auka snúningsmöguleika stórra skipa með breytingu á innri varnargarði og dýpkun á miðjusvæði.

Tók sinn tíma að fá þetta í gegn 
Sigurður segir að það hafi tekið óratíma að fá framkvæmdina samþykkta. „Á sínum tíma hafði uppbygging norðurgarðs forgang og var það í rauninni fyrir verksmiðju Samherja á þeim tíma sem Fiskimjöl & lýsi var starfandi. Þar með var komin bryggja fyrir fleiri djúpristari uppsjávarveiðiskip að koma og bíða meðan verið væri að landa úr öðrum skipum.“ 


Engu að síður hafi menn vitað vel að það var löngu kominn tími á að laga Miðgarð, hann var orðinn mjög lúinn. En menn vildu láta norðurgarðinn, þar sem hafnarhúsið er, hafa forgang og það var sótt eftir fjármagni í að klára hann á undan. „Það var í rauninni ekki val um að gera bæði. Annað hvort yrði það Miðgarður eða ný bryggja og valið var á sínum tíma að fá nýja  bryggju“, segir Sigurður.


„Þannig að það hefur tekið sinn tíma að vinna til baka möguleikann á að fá endurbætur á Miðgarði í gegn. Reglulega koma nýjar bæjarstjórnir, nýjar hafnarstjórnir, nýir bæjarstjórar og svo auðvitað hafnarstjórar. En sem betur fer hefur kröfunni um endurbæturnar verið haldið mjög vel á lofti af þessum aðilum og svo fór að við fengum fjármögnun í þetta mikilvæga verkefni.“ 
Sigurður segir að núna sé flotinn þannig að hann hefði aldrei getað legið á Miðgarði eins og hann var. Þar hafi dýpkunin  skipt alveg gríðarlega miklu máli. 


Grindavíkurhöfn stærsta löndunarhöfn þorsks 
Að meðaltali síðustu 37 ár eða frá árinu 1982 hefur í Grindavíkurhöfn verið landað að meðaltali mestum þorsk allra hafna á landinu. „Það er engin höfn sem skákar okkur þar“. Sigurður segir að stundum komi það upp að aðrar hafnir séu að landa meiri þorski, stöku sinnum, það séu þær hafnir sem njóta góðs af því að okkar bátar eru að landa þar. „Við erum þorsklöndunarhöfnin á Íslandi“. Hann segir að meðaltal löndunar þorsk á ári yfir sama tímabil séu 17.000 tonn í Grindavík á meðan Reykjavík og Akureyri séu með 16.000 tonn. 

Möguleiki að fá stærri skip til hafnarinnar
Sigurður segir að  með dýpkun við Miðgarð sé möguleiki á að taka inn stærri skip. Það sem standi okkur hins vegar fyrir þrifum séu snúningsmöguleikar skipanna áður en þau leggja að bryggjukantinum. „Næsta verk er því vonandi að færa innri sjóvarnagarðana utar og dýpka miðjusvæðið.“


Það þurfi hins vegar að passa upp á kyrrðina í höfninni sem hefur skapast með þeim varnargörðum sem settir hafa verið. Umtalað sé hversu mikil kyrrð sé innan hafnarinnar og að við megum ekki fórna því að missa þá kyrrð. Hönnunin þyrfti því alltaf að taka mið af því að  halda kyrrðinni. 


Allt klárt nema rafmagn 
Sigurður segir að nú sé allt klárt nema eftir sé að tengja rafmagnið við háspennustöðina. Nokkrar vikur séu í að það klárist. „Þetta er þó nokkuð rask enda mikill straumur sem þarf að fara hérna í gegn. Skipin geta því hæglega landað á Miðgarði en liggja ekki lengri tíma við kantinn. Bryggjan er því óformlega komin í notkun.“ 


Bryggjurúntur verður aftur mögulegur 
Sigurður segir að áfram verði hægt að fá sér bryggjurúnt á Miðgarði. Það hafi alltaf verið menning í bænum að fá sér hring á bryggjunni. Mikilvægt sé þó að virða það þegar verið er að vinna á bryggjunni að sýna tillitssemi. Þó verði alltaf líkur á að settar verði upp aðgangstakmarkanir á meðan á löndun stendur. „Mér er ekki vel við lokanir og mér persónulega finnst að fólk eigi að hafa aðgang að bryggjunni.“ Ferðamaðurinn sé þó mjög forvitinn og það muni þurfa skýr skilboð um að aðgangur sé ekki heimilaður á meðan vinna er í gangi.


Framkvæmdir gengu heilt yfir vel
Sigurður segir að framkvæmdir við Miðgarð hafi heilt yfir gengið mjög vel. Dýpkunin hafi gengið mjög vel. Að setja niður stálþilið hafi líka gengið mjög vel. „allt var þetta í samræmi við kosnaðaráætlun. Öll vinna verktakanna var til fyrirmyndar. Hins vegar hefði þekjan mátt vera aðeins sléttari.“ 

Á efstu mynd eru þeir Sigurður Krismundsson, hafnarstjóri og Þröstur Magnússon, hafnarvörður með Gnúp GK 11, frystitogara í eigu Þorbjarnar sem var í löndunarstoppi þegar myndin var tekin. 

Myndirnr eru teknar af Miðgarði eftir að þekjan var sett á. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir