Grindvíkingar hafa verið duglegir að skreyta hús sín og hverfi undanfarna daga í tilefni af Sjóaranum síkáta. Íbúar eru hvattir til þess að taka sig saman og slá saman í götugrill í kvöld áður en litaskrúðgangan fer af stað. Hverfin safnast saman við Suðurhóp 1 (appelsínugulir), Gerðavelli 17 (rauðir), gatnamót Leynisbrautar og Staðarhrauns (grænir) og Kvennó (bláir). Rauðir koma til með að leiða gönguna, þá koma grænir, næst bláir og loks appelsínugulir. Gangan fer af stað kl. 20:00 og hefst dagskrá á hátíðarsvæðinu kl. 20:30. Þar koma m.a. fram Hreimur Örn, Páll Óskar og hljómsveitin Bandmenn.
Slyasvarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu í Ellubúð. Þá verða vöfflur, kaffi og kakó til sölu í Kvikunni til styrktar 3. flokki kvenna í knattspyrnu.