Í dag hengdu Leikskólinn Laut og Heilsuleikskólinn Krókur upp listaverk sín í tilefni Sjóarans síkáta. Að venju var um að ræða glæsileg listaverk tengd hafinu. Listaverkin hanga á grindverkinu fyrir framan Nettó. Nemendur hafa lagt mikla vinnu í verkin undanfarna daga og því er þeim tilmælum beint til allra að umgangast þau af gát. Meðfylgjandi myndir og myndband var tekið um hádegisbilið í dag þegar nemendur leikskólanna voru viðstaddir afhjúpun þeirra.