Fundur 496

  • Bćjarstjórn
  • 29. maí 2019

496. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. maí 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu: Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Kosning í bæjarráð, sbr. 27. gr. og A lið 47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1806025
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Forseti bæjarstjórnar leggur til að eftirfarandi verði kjörin í bæjarráð næsta árið: 

Hjálmar Hallgrímsson formaður (D) 
Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður (B) 
Páll Valur Björnsson (S) 

Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt: 

Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M) 
Helga Dís Jakobsdóttir (U) 

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
2.     Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar - 1806033
    Til máls tók: Sigurður Óli 

Forseti leggur fram tillögu um að fella niður reglulega fundi í júní og júlí og fela bæjarráði afgreiðslu mála. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
3.     Ársuppgjör 2018 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1901057
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Páll Valur. 

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2018 er tekinn til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 30. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu. 
Endurskoðandi Grindavíkurbæjar mun árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun. 

Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða með undirritun sinni.
        
4.     Innkaupareglur Grindavíkurbæjar - 1905058
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
        
5.     Eyjabakki Deiliskipulag - 1711084
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Lögð fram skipulags- og matslýsing, deiliskipulags fyrir Eyjabakka II í Grindavík. Dags. 7.12.2018. Breytingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi á eystri hluta hafnarsvæðisins. Gildandi deiliskipulag fyrir Eyjabakka verður fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Talið er heppilegra að hafa eitt skipulag fyrir allt svæðið við Eyjabakka. 
Skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og vísar erindinu til bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
6.     Grágrýti- fyrirspurn - 1812053
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Lögð fram beiðni frá Margréti Harðardóttur, arkitekt um staðfestingu bæjarstjórnar á drögum að samkomulagi á milli Grindavíkurbæjar annars vegar og verkefnisstjórnar nýbyggingar Alþingis hins vegar um skipti á grágrýti í eigu Grindavíkurbæjar fyrir Reykjavíkurgrágrýti úr grunni meðferðarkjarna NLSH við Hringbraut í Reykjavík. Fyrirhugað er að nýta Grindavíkurgrágrýtið sem hráefni til vinnslu steinklæðningar fyrir nýbyggingu Alþingis, en verkið er nú í undirbúningi. Vinnsluhæfir steinar hafa þegar verið valdir á staðnum og merktir fyrir flutning. 
Um er að ræða að Grindavíkurbær fái afhent 120m2 eða um 360 tonn af sérvöldu grágrýti til notkunar í brimvarnargarða, gegn 75m2 eða um 220 tonnum af grágrýti því sem nú er í eigu bæjarins. 

Bæjarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða. 
        
7.     Gjafir til starfsmanna Grindavíkurbæjar - 1905019
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gefa starfsmönnum sumargjöf í formi gjafabréfs að fjárhæð 10.000 kr. og fyrirkomulagið verði með sama sniði og jólagjöf til starfsmanna hefur verið undanfarin ár. 
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 2.400.000 kr. á lykilinn 21611-4926 sem fjármagnaður verði með lækkun liðar 09521-4349 um sömu fjárhæð. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
8.     Samstarfssamningur á milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju - 1903018
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Drög að samstarfssamningi við Grindavíkurkirkju lögð fram. Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
        
9.     Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Grindavík 2020-2021 - 1904072
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara í Grindavík lögð fram. Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
        
10.     Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur - 1811033
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 27.03.2019, er lögð fram til kynningar.
        
11.     Bæjarráð Grindavíkur - 1514 - 1905001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Birgitta, Hjálmar, Hallfríður og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
12.     Bæjarráð Grindavíkur - 1515 - 1905003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
13.     Bæjarráð Grindavíkur - 1516 - 1905010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, bæjarstjóri, Birgitta, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
14.     Skipulagsnefnd - 56 - 1905004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
15.     Skipulagsnefnd - 57 - 1905008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
16.     Skipulagsnefnd - 58 - 1905009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta, Helga Dís og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
17.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 37 - 1905011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
18.     Frístunda- og menningarnefnd - 83 - 1904017F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Valur, Helga Dís, Hjámar, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Fræðslunefnd - 87 - 1904016F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Félagsmálanefnd - 101 - 1905005F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135