Lokun gatna 31. maí - 2. júní

  • Sjóarinn síkáti
  • 24. maí 2019

Nú styttist í Sjóarann síkáta, bæjarhátíð okkar Grindvíkinga sem að fram fer helgina 31. maí til 2. júní nk. Líkt og undanfarin ár er meginþungi hátíðarhaldanna við Kvikuna, þ.e. á Hafnargötunni og á Seljabót milli Mánagötu og Ránargötu.

Vakin er athygli á þeim lokunum sem verða á svæðinu frá kl. 18:00 föstudaginn 31. maí til kl. 18:00 sunnudaginn 2. júní, eða á meðan hátíðarhöldunum stendur. Settar verða upp lokanir/þrengingar á eftirfarandi stöðum:

  • Milli Hafnargötu 12 og 12a (Þorbjarnar og Kvikunnar)
  • Milli Hafnargötu 9a og 14 (Grindarinnar og Vísis)
  • Við gatnamót Mánagötu og Seljabótar (neðan við Þorbjörn)
  • Við gatnamót Ránargötu og Seljabótar (neðan við Vísi)

Hafnargötuna verður hægt að keyra eftir að dagskrá lýkur á laugardegi og þar til hún hefst á sunnudagsmorgni. Aðkoma að hafnarsvæðið verður af Hafnargötunni við tjaldsvæðið og niður Bakkalág. Búast má við því að þrengingar verði settar upp miðvikudaginn 29. maí. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 29. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

Fréttir / 29. apríl 2024

Styrktarbingó Grindavíkur og Breiđabliks