Fundur 1515

  • Bćjarráđ
  • 22. maí 2019

1516. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. maí 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1.     Kynning á íbúðum fyrir fyrstu kaupendur - 1905028
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Júlíus Þór Júlíusson frá Hoffelli kom á fundinn og kynnti starfsemi Hoffells.
        
2.     Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi - 1710061
    Sviðssstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað til ákvörðunar á kaupum á búnaði í Nýtt íþróttahús við Austurveg. 

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um kaup á búnaði.
        
3.     Samstarfssamningur við KFUM og KFUK vegna leikjanámskeiða 2019 - 1903071
    Sviðsstjóri- frístunda og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Málið lagt fyrir að nýju eftir að sviðsstjóra var falið að vinna frekar í málinu. 

Bæjarráð vísar málinu til frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.
        
4.     Garðsláttur eldri borgara 2019 - 1905036
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð samþykkir að garðsláttur fyrir eldri borgara sumarið 2019 verði 3 skipti á garð og sú verðskrá sem samþykkt var í nóvember 2018 gildi og verður því hver sláttur á kr. 1.500 kr. 

Bókun 
Fulltrúi M-lista leggur áherslu á að Grindavíkurbær slái í 5 skipti sumarið 2019. 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir
 
        
5.     Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  

Lagðar fram tillögur til að bæta starfsumhverfi í leikskóla. 

Bæjarráð samþykkir að lægsti launaflokkur í leikskóla verði 126 þ.e. starfsmaður í leikskóla með stuðning. 
Bæjarráð samþykkir að starfsmannafundir geti hafist kl. 15:00. 
Jafnframt samþykkir bæjarráð að hægt sé að sækja um lækkun leikskólagjalda ef barn er ekki í leikskóla milli jóla og nýjárs. 
Bæjarráð samþykkir að tryggt sé að hver deild í leikskóla hafi að lágmarki 12 tíma vegna undirbúnings.
        
6.     Málefni leikskólabarna - 1904047
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram staða á biðlista í leikskóla. 

Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs falið að vinna málið áfram. 

Bókun 
Samkvæmt 4. grein laga um leikskóla segir að sveitarfélög beri ábyrgð á starfsemi leikskóla og að sveitarfélög hafi forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl. 
Fulltrúi S-lista gerir það að tillögu sinni að starfsmenn skipulags- og tæknideildar geri úttekt á kostnaði við að setja upp færanlega starfsmannaaðstöðu við leikskólann Laut. Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir nokkrum vanda hvað varðar að leysa dagvistunarmál hér í bæ en það er einnig ljóst að það er tímabundinn vandi þar sem nú stendur fyrir dyrum að byggja nýjan leikskóla. Fulltrúi S-lista telur að það sé þess virði að leysa þennan vanda með því að setja upp færanlega starfsmannaaðstöðu og við það eykst rými leikskólans til að taka við þeim börnum sem annars væru á biðlista lengur en æskilegt er. Þannig geta foreldrar þeirra barna sem um ræðir komist út á vinnumarkað og borgað sína skatta og útsvar til samfélagsins. Leikskólinn er einnig fyrsta skólastigið og því mikilvægt að bjóða öllum börnum upp á leikskólavist sem styður við mikilvægan þroska ungra barna. 
Fulltrúi S-lista 

        
7.     Starfsnámsár og námsstyrkir vegna nýliðunar í kennarastétt - 1905031
    Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. maí 2019, með upplýsingum um aðgerðir vegna starfsnáms kennaranema og námsstyrki. 

Bæjarráð fagnar þessum aðgerðum í menntamálum.
        
8.     Rekstraryfirlit janúar - mars 2019 - 1905043
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu frávik rekstrar frá fjárhagsáætlun 2018 fyrir tímabilið janúar - mars 2019.
        
9.     Innkaupareglur Grindavíkurbæjar - 1905058
    Sveitarfélög munu falla að öllu leyti undir lög um opinber innkaup, lög 120/2016, frá 31. maí 2019, sbr. 123. gr. laganna. 

Lögð fram tillaga að nýjum innkaupareglum fyrir Grindavíkurbæ og stofnanir. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
        
10.     Rammasamningur Ríkiskaupa - Undirbúningur útboðs á raforkukaupum - 1905060
    Lagður fram tölvupóstur frá Ríkiskaupum varðandi fyrirhugað útboð á raforkukaupum. 

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í fyrirhuguðu útboði á raforkukaupum.
        
11.     Ráðningarmál: Sviðsstjórar - 1808002
    Bæjarráð samþykkir að ráða Atla Geir Júlíusson í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og felur bæjarstjóra að undirrita ráðningarsamning.
        
12.     Aðalfundur 2019 - 1905045
    Lagt fram fundarboð á aðalfund Fisktækniskóla Íslands, sem haldinn verður í húsnæði skólans að Víkurbraut 56 Grindavík, fimmtudaginn 23. maí nk kl. 16:00. 

Bæjarráð tilnefnir Ólaf Þór Jóhannsson sem aðalmann í stjórn Fisktækniskóla Íslands og Fannar Jónasson til vara. 

Bæjarráð felur Hjálmari Hallgrímssyni að mæta á fundinn og fer hann með atkvæði Grindavíkurbæjar.
        
13.     Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki III - Bryggjan Gastro ehf - 1904024
    Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur og byggingarfulltrúanum í Grindavík. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467