Verulega góđ afkoma hjá Grindavíkurbć áriđ 2018

  • Miđgarđsfréttir
  • 2. mars 2020

Ársuppgjör Grindavíkurbæjar var til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi þegar ársreikningurinn fyrir árið 2018 var lagður fram í fyrri umræðu. Þar kom fram að rekstur bæjarins á síðasta ári skilaði verulega góðri afkomu eða afgangi upp á rúmar 500 milljónir þegar bæði A-hluti og B-hluti eru teknir saman.

Skýringin á þessari góðu afkomu má m.a. sjá í aukum tekjum sveitarfélagsins m.v. á ætlunina. Þá eru afborganir lána hjá Grindavíkurbæ litlar sem engar eða um 9 milljónir á ári. Samfélagið er sem stendur frekar hagstæð rekstrareining en það styttist í að Grindvíkingar nái að verða 3500. 


Reksturinn skiptist í tvo hluta, annars vegar A-hluta og hins vegar B-hluta. Undir A-hlutann fellur aðalsjóður eða sveitasjóður. Hann er fjármagnaður að hluta til eða öllu leyti með skatttekjum. Þetta eru t.d. málaflokkar félags- og fræðsluþjónustu, frístunda- og menningarmála og skipulags- og byggingarmála. B-hlutinn eru stofnanir bæjarins, fyrirtæki eða aðrar rekstrareiningar sem eru fjármagnaðar með þjónustugjöldum. Má þar t.d. nefna hafnarsjóð, Víðihlíð, vatnsveitu og fráveitu auk félagslegra íbúða. 


Það er mikið í gangi hvað varðar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Það styttist í að nýtt íþróttahús verði tekið í notkun. Nýr leikskóli fer brátt á teikniborðið og þá stendur til að stækka skólann. Félagsaðstaða eldri borgara er einnig í málefnasamningi meirihlutans. 


Það er því ljóst að búa þarf í haginn áður en fyrirhuguð verkefni verða tekin inn í reksturinn og því mjög gott að hafa borð fyrir báru. Hlutverk sveitarfélaga er ekki að skila hagnaði heldur veita sem besta þjónustu með sem minnstum tilkostnaði, þ.e. skattheimtu. Þess má geta að Grindvíkingar og þeir sem hér greiða útsvarið, greiða útsvar sem er með því lægsta á landinu eða 13,99%. Þá eru fasteignagjöldin einnig með þeim lægri samanborið við önnur sveitarfélög.

Í neðangreindri bókun bæjarstjórnar má sjá helstu niðurstöður. Ársreikningurinn verður í framhaldinu tekinn í aðra umræðu á fundi bæjarstjórnar í lok maí og eftir það verður hann settur hér á vef bæjarins. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta er afgangur að fjárhæð 471 milljón króna. Áætlun gerði ráð fyrir 172,6 milljónum króna í rekstrarafgang. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum A og B hluta, er 502,5 milljónir króna í afgang en áætlun gerði ráð fyrir 179,6 milljónum króna í rekstrarafgang. 
Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila A og B hluta eru: 
- Útsvar og fasteignaskattur eru 147,3 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 
- Framlög Jöfnunarsjóðs eru 57,5 milljónum króna hærri en áætlun. 
- Aðrar tekjur eru 110,9 milljónum króna hærri en áætlun. 
- Laun og launatengd gjöld eru 22,7 milljónum króna lægri en áætlun. 
- Breyting lífeyrisskuldbindingar við B-deild LSR er 38,1 milljónum króna undir áætlun. 
- Annar rekstrarkostnaður er 39,7 milljónum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 
- Afskriftir eru 4,1 milljón króna hærri en áætlun. 
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 18,1 milljón króna hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir. 


Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 10.030,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.745,0 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding lækkar frá árinu 2017 og er 594,9 milljónir króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 29,4 milljónir króna. Langtímaskuldir við fjármálastofnanir eru 204,7 milljónir króna og þar af eru næsta árs afborganir 9,1 milljón króna. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 8.286 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 82,6%. 


Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 52,1% af reglulegum tekjum. Ef undanskilin er skuld að fjárhæð 539,0 milljónir króna sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf., þá er skuldahlutfallið 36,0%. 


Skuldaviðmið skv. 14. gr. reglugerðar nr. 502 frá 2012 er negatíft í bæði í A-hluta og A- og B-hluta þar sem veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. 
Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 804,2 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 24,0% af heildartekjum en áætlun gerði ráð fyrir veltufé frá rekstri að fjárhæð 509,1 milljón króna. 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam á árinu 2018, 792,1 milljón króna en áætlun gerði ráð fyrir 1.193,6 milljónum króna. 
Á árinu voru engin ný lán tekin en afborganir langtímalána voru 8,9 milljónir króna. 


Handbært fé lækkaði um 263,5 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir lækkun að fjárhæð 714,0 milljónum króna. Handbært fé í árslok 2018 var 1.681,4 milljónir króna. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“