464. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, 14. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Ómar Davíð Ólafsson, formaður, Páll Jóhann Pálsson, aðalmaður, Bergþóra Gísladóttir, aðalmaður, Páll Gíslason, aðalmaður og Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Miðgarður, uppbygging: Verksamningur og framvinda - 1612032
Farið yfir stöðu verksins
2. Miðgarður: Þekja, lagnir og raforkuvirki - 1808151
Farið yfir stöðu verksins. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að athuga í samvinnu við siglingasvið hvort misfellur í steypulögn í þekju séu innan skekkjumarka.
3. Bakkalág 17 - Fyrirspurn um stækkun húsnæðis - 1901051
Páll J. Pálsson og Ómar D. Ólafsson viku af fundi meðan málið var tekið fyrir.
Hafnarstjórn gerir engar athugasemdir við fyrirspurnina
4. Útsýnispallur við Grindavíkurhöfn - 1810057
Hafnarstjórn telur að langt sé farið frá þeim hugmyndum sem farið var með af stað í upphafi. Hafnarstjórn hafnar því alfarið að hafnarsjóður fjármagni útsýnispall þar sem hann er ekki á hafnarsvæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.