Hljómsveitin Áttatíu&fimm hefur undanfarið vakið athygli og lof fyrir frábæran flutning á tónlist meistara David Bowie. Hljómsveitina skipa, Róbert Marshall, Þór Freysson, Hersir Sigurgeirsson, Gunz A La Tomma og Kristinn Gallagher. Bandið hefur síðustu ár spilað rjómann af því besta frá áttunni en undanfarið einbeitt sér að tónlist Bowie. Hljómsveitin flytur á þriðja tug laga sem spanna stórkostlegan feril þessa magnaða tónlistarmanns, David Bowie. Bowie aðdáendur og rokk-unnendur ættu alls ekki að láta þessa tónleika fara fram hjá sér.
Í tilkynningu frá Láka á Salthúsinu kemur fram að þau á Salthúsinu ætli að bjóða tónleikagestum uppá léttar veitingar í tilefni 10 ára starfsafmæli Láka .
Hann vonast til að sjá sem flesta.
Miðasala á tónleikana er við innganginn og kostar 3.000 kr inn.