Í ár, líkt og undanfarin ár, fer bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti fram í Grindavík fyrstu helgina í júní. Hátíðin hefst föstudaginn 31. maí með veglegri dagskrá á hátíðarsvæðinu fyrir neðan Kvikuna og lýkur á Sjómannadeginum 2. júní með hátíðarhöldum í tilefni dagsins.
Undanfarin ár hefur dagskrá á hátíðarsvæðinu verið með föstu sniði, aðaláhersla hefur verið lögð á tónleikahald á föstudeginum og fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur á laugardag og sunnudag. Auk þess er fjöldi uppákoma um allan bæ, m.a. tónleikar og viðburðir á veitingastöðum bæjarins. Þeir aðilar sem standa fyrir uppákomum og vilja koma þeim að í dagskrá hátíðarinnar er bent á að senda upplýsingar á eggert@grindavik.is í síðasta lagi 30. apríl nk.