Dagskrá Menningarviku laugardaginn 16. mars - Listasmiđja barnanna og opiđ hús í Bakka

  • Menningarfréttir
  • 16. mars 2019

Hin árlega og sívinsæla listasmiðja barnanna fer fram í Grunnskólanum við Ásabraut (athugið breytta staðsetningu) í dag í tilefni af Menningarviku í Grindavík. Smiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á að skapa og leika sér. Þá er opið hús í Bakka, einni elstu sjóverbúð á Suðurnesjum, frá kl. 13 til 16. Loks fagnar Fish House 30 ára afmæli staðarins með grindvískri tónlistarveislu. Við minnum einnig á ratleikinn sem er í fullum gangi á meðan Menningarviku stendur. 

Dagskrá Menningarviku 16. mars

13:00-16:00 Bakki við Garðsveg, OPIÐ HÚS Í BAKKA. Minja- og sögufélag Grindavíkur opnar eina elstu sjóverbúð á Suðurnesjum fyrir almenningi. Unnið er að því að koma húsinu í upprunalegt horf.

13:00-15:00 Grunnskólinn Ásabraut, LISTASMIÐJA BARNANNA. Skapandi vinnustofa fyrir börn, 5 ára og eldri, þar sem unnið er að ýmiskonar listsköpun með endurvinnanlegt efni. Athugið breytta staðsetningu frá fyrri árum. Umsjónarmenn Kristín Páls og Dóra Sigtryggs.

22:00 Fish House, 30 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR. Tómas Guðmundsson ásamt Brimróðri og Ellert H Jóhannsson ásamt Hált í Sleipu slá upp grindvískri tónlistarveislu í tilefni af 30 ára afmæli staðarins. Aðgangur ókeypis.

Dagskrá Menningarviku alla dagana

10:00-17:00 Kvikan, SALTFISKSETRIÐ, JARÐORKA OG GUÐBERGSSTOFA. Grunnsýningar Kvikunnar opnar gestum.

10:00-17:00 Kvikan, SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.

10:00-17:00 Kvikan, KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

10:00-17:00 Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62, BÆJARBÓT. Áhugaverðar fréttir úr Bæjarbót, bæjarblaði Grindvíkinga sem að kom út á árunum 1982-1996, rifjaðar upp.

13:00-16:00 Kvennó, SKIPSSTRÖND OG STRANDMINJAR. Sýning á munum sem tengjast skipsströndum í nágrenni Grindavíkur auk þess sem sagt er frá strandminjum í myndum og máli.

14:00-16:00 Framsóknarhúsið, #GRINDAVIKVETUR. Sýning á ljósmyndum grindvískra ljósmyndara sem tóku þátt í ljósmyndaleik grindavik.is.

Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 16. febrúar 2024

Frá Fannari bćjarstjóra

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íbúafundur 19. febrúar frá 17-19

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ