Ratleikurinn í fullum gangi

  • Menningarfréttir
  • 14. mars 2019

Þeir sem fengu Járngerði, bæjarmálablað Grindavíkurbæjar inn um lúguna í síðustu viku tóku líklega eftir því að á bls. 9 í blaðinu er RATLEIKUR BARNANNA. Leikurinn er settur upp í tengslum við Menningarviku í Grindavík. Ekki er um kapphlaup að ræða heldur reynir á útsjónarsemi barnanna við leit að vísbendingum sem faldar hafa verið á lituðum spjöldum á fjórum sýningum í bænum. 

Hægt er að hefja leikinn hvenær sem er, einn þátttakandi eða fleiri. Muna þarf að hafa penna meðferðis. 

Tákn má finna á eftirtöldum stöðum:

* Kvikunni 

* Kvennó

* Verslunarmiðstöðinni

* Framsóknarsalnum 

Lausnir þarf að færa inn í lausnablaðið sem finna má í Járngerði. Með framvísun útfyllts lausnarblaðs fá börn, 12 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum, kanilsnúð (eða möndluköku) og heitt súkkulaði hjá Höllu, Víkurbraut 62 á meðan á Menningarvikunni stendur, 9. - 17. mars.


Deildu ţessari frétt