Dagskrá Menningarviku mánudaginn 11. mars - Opiđ hús, tónleikar, Ég man ţig og Macramé

  • Menningarfréttir
  • 11. mars 2019

Starfsfólk og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur bjóða íbúum Grindavíkur í opið hús kl. 16:30 í dag og á tónleika kl. 17:30. Þá stendur Minja- og sögufélag Grindavíkur fyrir sýningu á kvikmyndinni Ég man þig í Bakka. Loks er boðið upp á námskeið í Macramé á Bókasafninu. Einnig verða sýningarnar í Kvikunni, Kvennó, Framsóknarsalnum og Verslunarmiðstöðinni opnar. 

Dagskrá Menningarviku 11. mars 

16:30 Tónlistarskóli Grindavíkur, OPIÐ HÚS OG TÓNLEIKAR. Tónlistarskólinn opinn gestum og gangandi. Nemendur og kennarar spila og syngja létt og skemmtileg lög í sal Tónlistarskólans, Ásabraut 2, kl. 17:30.

19:30 Bakki, ÉG MAN ÞIG. Minja- og sögufélag Grindavíkur stendur fyrir á kvikmyndasýningu á tökustað myndarinnar. Athugið að sætapláss er takmarkað.

19:30-22:00 Bókasafn Grindavíkur, MACRAMÉ NÁMSKEIÐ. Ninna Stefánsdóttir, höfundur bókarinnar um Macramé kennir þessa einföldu og skemmtilegu handavinnu sem allir geta lært og notað til að fegra heimili sín. Aðeins 10 sæti í boði. Skráning fer fram á bókasafninu.

Dagskrá Menningarviku alla dagana

10:00-17:00 Kvikan, SALTFISKSETRIÐ, JARÐORKA OG GUÐBERGSSTOFA. Grunnsýningar Kvikunnar opnar gestum.

10:00-17:00 Kvikan, SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.

10:00-17:00 Kvikan, KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

10:00-17:00 Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62, BÆJARBÓT. Áhugaverðar fréttir úr Bæjarbót, bæjarblaði Grindvíkinga sem að kom út á árunum 1982-1996, rifjaðar upp.

13:00-16:00 Kvennó, SKIPSSTRÖND OG STRANDMINJAR. Sýning á munum sem tengjast skipsströndum í nágrenni Grindavíkur auk þess sem sagt er frá strandminjum í myndum og máli.

14:00-16:00 Framsóknarhúsið, #GRINDAVIKVETUR. Sýning á ljósmyndum grindvískra ljósmyndara sem tóku þátt í ljósmyndaleik grindavik.is.

Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. nóvember 2022

Gefđu aukagjafir um jólin

Fréttir / 29. nóvember 2022

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Fréttir / 25. nóvember 2022

Laust starf: Vallarstjóri

Fréttir / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Fréttir / 23. nóvember 2022

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 17. nóvember 2022

Ný lyfta á Bryggjunni

Fréttir / 15. nóvember 2022

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2022

Fréttir / 15. nóvember 2022

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 14. nóvember 2022

Jólahlađborđ á Fishhouse

Fréttir / 10. nóvember 2022

Jólabingó kvenfélags Grindavíkur

Bókasafnsfréttir / 10. nóvember 2022

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

Fréttir / 10. nóvember 2022

Talmeinafrćđingur óskast til starfa