Menningarvika Grindavíkur og Safnahelgi á Suðurnesjum halda áfram í dag. Á dagskránni eru m.a. notaleg sögustund í Kvikunni fyrir börnin, leikrit um Sigvalda Kaldalóns, bingó í Grunnskólanum Ásabraut og Kaffíhúsamessa í Grindavíkurkirkju. Þá eru sýningar í Kvikunni, Kvennó, Verslunarmiðstöðinni og Framsóknarsalnum opnar. Láttu sjá þig!
11:00-17:00 SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM. Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Allir velkomnir á opnunartíma.
14:00 Kvikan, NOTALEG SÖGUSTUND. Lesið verður upp úr óútkominni barnabók um Veröld vættanna. Bókin gerist í nágrenni Grindavíkur og er gefin út af Reykjanes UNESCO Global Geopark. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna.
16:00 Grindavíkurkirkja, SIGVALDI KALDALÓNS. Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Kómedíuleikhúsið rekur sögu hans og flytur hans helstu perlur.
16:00 Grunnskólinn Ásabraut, BINGÓ. Nemenda- og Þrumuráð stendur fyrir bingó fyrir íbúa og gesti Menningarvikur.
20:00 Safnaðarheimili Grindavíkurkirkju, KAFFIHÚSAMESSA - MATTHÍAS JOCHUMSSON Í TALI OG TÓNUM. Sr. Elínborg Gísladóttir og Erla Rut Káradóttir organisti hafa umsjón með stundinni.
10:00-17:00 Kvikan, SALTFISKSETRIÐ, JARÐORKA OG GUÐBERGSSTOFA. Grunnsýningar Kvikunnar opnar gestum.
10:00-17:00 Kvikan, SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.
10:00-17:00 Kvikan, KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.
10:00-17:00 Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62, BÆJARBÓT. Áhugaverðar fréttir úr Bæjarbót, bæjarblaði Grindvíkinga sem að kom út á árunum 1982-1996, rifjaðar upp.
13:00-16:00 Kvennó, SKIPSSTRÖND OG STRANDMINJAR. Sýning á munum sem tengjast skipsströndum í nágrenni Grindavíkur auk þess sem sagt er frá strandminjum í myndum og máli.
14:00-16:00 Framsóknarhúsið, #GRINDAVIKVETUR. Sýning á ljósmyndum grindvískra ljósmyndara sem tóku þátt í ljósmyndaleik grindavik.is.
Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.