Dagskrá Menningarviku laugardaginn 9. mars - Rauđhetta, setning og safnahelgi

  • Menningarfréttir
  • 9. mars 2019

Menningarvika Grindavíkur hefst formlega í dag og verður sett í Grindavíkurkirkju kl. 17. Setningin er opin öllum íbúum Grindavíkur og gestum þeirra. Við það tækifæri verður Höllu Maríu Svansdóttur afhent Menningarverðlaun Grindavíkur 2019 auk þess sem nýstofnaður Kvennakór Grindavíkur mun koma fram og syngja nokkur lög. Þá er safnahelgi á Suðurnesjum og ókeypis á öll söfn í Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum. Láttu sjá þig!

Dagskrá Menningarviku laugardaginn 9. mars

11:00-17:00 SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM. Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Allir velkomnir á opnunartíma og um að gera að heimsækja viðburði innanbæjar og hjá nágrönnum okkar á Suðurnesjum

14:00 Grunnskólinn Ásabraut, RAUÐHETTA. Leikhópurinn Lotta heimsækir Grindvíkinga og með er för eru Rauðhetta, úlfurinn og fleiri ævintýrapersónur. Miðaverð er 2.000 kr. og miðar eru seldir í Kvikunni.

17:00 Grindavíkurkirkja, FORMLEG SETNING MENNINGARVIKU 2019. Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent, söngur og skemmtun og eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í veitingar

22:00 Fish House, BJARTMAR GUÐLAUGSSON. Einn ástsælasti listamaður þjóðarinnnar heimsækir Grindvíkinga. Miðaverð 2.500 kr.

Dagskrá Menningarviku alla dagana

10:00-17:00 Kvikan, SALTFISKSETRIÐ, JARÐORKA OG GUÐBERGSSTOFA. Grunnsýningar Kvikunnar opnar gestum.

10:00-17:00 Kvikan, SJÁLFSMYNDIR Á DRAUMASTAÐNUM. Nemendur í 4. bekk Grunnskóla Grindavíkur sýna verk sín sem unnin voru í myndment og textílment.

10:00-17:00 Kvikan, KÆRLEIKUR. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara.

10:00-17:00 Verslunarmiðstöðin Víkurbraut 62, BÆJARBÓT. Áhugaverðar fréttir úr Bæjarbót, bæjarblaði Grindvíkinga sem að kom út á árunum 1982-1996, rifjaðar upp.

13:00-16:00 Kvennó, SKIPSSTRÖND OG STRANDMINJAR. Sýning á munum sem tengjast skipsströndum í nágrenni Grindavíkur auk þess sem sagt er frá strandminjum í myndum og máli.

14:00-16:00 Framsóknarhúsið, #GRINDAVIKVETUR. Sýning á ljósmyndum grindvískra ljósmyndara sem tóku þátt í ljósmyndaleik grindavik.is.

Dagskrá Menningarviku má finna í heild sinni hér. Dagskránna er jafnframt að finna í Járngerði sem dreift var í öll hús í vikunni.

 


Deildu ţessari frétt