Draumaleikskólinn okkar - framlag Lautarbarna í Menningarvikunni

  • Lautarfréttir
  • 8. mars 2019

Draumaleikskólinn okkar
Í ljósi þess að til stendur að byggja nýjan leikskóla í Grindavíkurbæ þá fannst okkur tilvalið að heyra sjónarhorn nemenda í leikskóla hvernig draumaleikskólinn á að vera að þeirra mati. Var ákveðið að börn fædd 2014 tækju þátt í þessu verkefni.
Í byrjun verkefnisins þá var spjallað um hvað þeim fannst t.d. vanta í leikskólann Laut og hvað þau voru ánægð með. Upp komu ábendingar eins og stærri fataherbergi, stærri deildir. Svo fannst einhverjum nauðsynlegt að hafa sundlaug í garðinum. Ákveðnar skoðanir voru einnig á hvernig litur ætti að vera á leikskólanum og fannst mörgum að litagleðin ætti að vera við völdin og af hverju ekki að hafa leikskólann röndóttan ?
Síðan hófst uppbyggingin að fullu, Anna verkefnisstjóri kom með spýtur og ýmsan annan efnivið og var hafist handa. Börnin voru mjög áhugasöm og hreinlega sökktu sér í verkefnið. 
Nú er bara að sjá hvort að hugmyndir og óskir leikskólabarna fái hljómgrunn við byggingu nýs leikskóla :)

Afraksturinn má sjá í Kvikunni en sýningin var formlega opnuð í dag sjá fleiri myndir á Facebooksíðunni okkar  , sýningin er opinn alla daga vikunnar frá kl 10:00-17:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík