Skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar
Starfsmenn á skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs eru:
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, atligeir@grindavik.is
Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur, elisabetb@grindavik.is
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi og veitustjóri, hjortur@grindavik.is
Íris Gunnarsdóttir, lögfræðingur, iris@grindavik.is
Póstfang byggingarfulltrúa er bygg@grindavik.is og póstfang skipulagsfulltrúa er skipulag@grindavik.is
Skrifstofa sviðsins er að Víkurbraut 62, 2. hæð.
Fundir nefnda sviðsins
Fundir skipulagsnefndar Grindavíkurbæjar eru að jafnaði 1. og 3. mánudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.
Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist fyrir lok dags miðvikudaginn fyrir fund skipulagsnefndar.
Fundir afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála eru að jafnaði 2. og 4. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.
Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist fyrir lok dags mánudaginn fyrir fund afgreiðslunefndar.
Mál tekin fyrir á fundum - íbúagátt
Öll mál og gögn þeim tengdum sem þarf að leggja fyrir skipulagsnefnd og/eða afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála skulu berast í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar, sjá hér. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða með Íslykli.
Umsóknir um lóðir
Umsóknir fyrir allar lóðir þurfa að berast fyrir hádegi 15. hvers mánaðar. Skipulagsnefnd tekur fyrir umsóknir um atvinnu- og iðnaðarlóðir. Aðrar lóðir eru afgreiddar hjá afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála. Reglur um lóðarúthlutanir hjá Grindavíkurbæ má finna hér.
Fundardagatal skipulagsnefndar og afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála er hér að neðan:
Skipulagsnefnd |
Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála |
18. september |
26. september |
2. október |
11. október |
16. október |
25. október |
6. nóvember |
15. nóvember |
20. nóvember |
22. nóvember |
4. desember eða 11. desember |
13. desember |
* Birt með fyrirvara um breytingar