Innviðasvið Grindavíkurbæjar

  • Grindavíkurbær
  • 24. febrúar 2025

INNVIÐASVIÐ GRINDAVÍKURBÆJAR

Grindavíkurbær / 21. febrúar 2025 

Kortasjá Grindavíkur      Sprungusjá Eflu      Kortasjá ÍSOR      Íbúagátt      Skipulagsgátt      Aðalskipulag

Þrívíddarmódel EFLU verkfræðistofu af bænum  Íslenska eldfjallavefsjáin    Nýjasta hættumatskort

 

Undir innviðasviði starfa Skipulags- og umhverfissvið, Áhaldahús/Þjónustumiðstöð og Grindavíkurhöfn

 SKIPULAGS-OG UMHVERFISSVIÐ

Almennar upplýsingar

Skrifstofa sviðsins er á 4. hæð í Tollhúsinu að Tryggvagötu 19, Reykjavík s: 4201100.
Opnunartími: alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00.

Sviðið sér um skipulags-, umhverfis- og byggingarmál. Hér vinna að mestu skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi. Sviðinu berast fyrirspurnir og umsóknir í gegnum íbúagátt sem þarf að afgreiða, m.a. gerð og breytingar skipulagsáætlana og lóða. Þá koma umsóknir um hin ýmsu byggingarleyfi og -heimildir, framkvæmdaleyfi, úttektarbeiðnir og svo framvegis. Önnur verkefni eru utanumhald á geymslusvæðinu við Eyjabakka ásamt áhaldahúsinu og samstarfið við Kölku sorpeyðingarstöð.

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfi, skipulags- og þjónustugjöld í Grindavík 

Starfsmenn á skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs

Póstfang byggingarfulltrúa er bygg@grindavik.is og póstfang skipulagsfulltrúa er skipulag@grindavik.is

Geymslusvæðið við Eyjabakka

Heimasíða geymslusvæði við Eyjabakka 

Almennar upplýsingar
Geymslusvæði Grindavíkurbæjar er ofan við iðnaðarsvæði við Eyjabakka. Aðgangi að geymslusvæðinu er stýrt um hlið sem leigutakar fá aðgang að við undirritun leigusamnings. Hlið er opnað með síma.

Gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði Grindavíkurbæjar.

Sækja um geymslusvæði
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum íbúagátt Grindavíkur. Farið er í Umsóknir/06 Skipulagssvið/6.05 Umsókn um geymslusvæði við Eyjabakka. 

Uppsögn á geymslusvæði
Plássi er sagt upp í gegnum íbúagátt Grindavíkur. Farið er í Umsóknir/06 Skipulagssvið /
Athugið að gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 2 mánuðir m.v. 1. hvers mánaðar. 

Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum íbúagátt Grindavíkur.

 

 ÁHALDAHÚS/ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ GRINDAVÍKUR

Heimasíða áhaldahúss/þjónustumiðstöðvar Grindavíkur

Almennar upplýsingar

Skrifstofa áhaldahúss er á Hafnargötu 24, Grindavík sími 426 8402.

Bakvaktanúmer (eftir kl.17):  660 7343.
Netfang: thjonusta@grindavik.is
Opnunartími: mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:00 til 16:45 og föstudaga frá 7:00 til 12:00.

Yfirmaður þjónustumiðstöðvar er Sigurður Rúnar Karlsson, Sími 660 7302 siggigh@grindavik.is

Þjónustumiðstöðin sér um alla almenna þjónustu við íbúa bæjarins, s.s. viðhald á fasteignum og tækjum bæjarins, snjóruðning, hreinsunarátak og fjölmargt fleira. Hægt er að panta sorptunnur og varahluti í þær (ekki hægt eins og er). Sjá frekari upplýsingar hér.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar

 GRINDAVÍKURHÖFN

Heimasíða Grindavíkurhafnar 

Almennar upplýsingar

Skrifstofa hafnarinnar er á Seljabót 2a, 240 Grindavík, s: 4268046.

Hafnarverðir/bakvakt: 426 8046
Hafnarstjóri: 660 7305 sigurdura@grindavik.is

Hafnarvog: 426 8046

Opnunartími: Á virkum dögum er vakt frá kl 08:00 - 20:00.  Um helgar er einn maður á vakt frá kl 10:00 -16:00 og á bakvakt til kl 20:00.  Þeir sem óska eftir þjónustu utan venjulegs vaktatíma verða að biðja um hana fyrir kl 20:00 en um helgar fyrir kl. 16:00 í síma 426 8046.

Grindavíkurhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og hafnsögu, vigtun, afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu. Starfsemin tekur til afgreiðslu og þjónustu skipa, afgreiðslu á vörum, ökutækjum og farþegum og við löndun á fiski.

Starfsmenn á skrifstofu Grindavíkurhafnar

 

 NEFNDIR OG FUNDIR

Fara á heimasíðu síðustu fundargerða hér. 

Almennar upplýsingar

Mál tekin fyrir á fundum – íbúagátt

Öll mál og gögn þeim tengdum sem þarf að leggja fyrir innviðanefnd og/eða afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála skulu berast í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða með appi.

Innsend gögn með umsókn

Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist fyrir lok dags, miðvikudaginn fyrir fund Innviðanefndar.

Erindisbréf og samþykktir

Erindisbréf fyrir innviðanefndar Grindavíkurbæjar

Samþykkt um skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar (gildir fyrir innviðanefnd).

Samþykkt um gatnagerðargjald.

Samþykkt um fráveitur.

Innviðanefnd

Innviðanefnd fer með verkefni skipulagsnefndar og hafnarstjórnar, samkvæmt erindisbréfi sem sjá má hér. Nefndin mun starfa til loka yfirstandandi kjörtímabils sveitarstjórnar. 

Afgreiðslur skipulagsfulltrúa sem krefjast formlegrar meðferðar skuli fara fram á fundi afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála. Í afgreiðslunefndinni sitja að jafnaði byggingarfulltrúi, skipulagsfulltrúi og lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulagsfulltrúi getur ávallt vísað máli skv. 6. gr. til afgreiðslu skipulagsnefndar, bæjarráðs eða bæjarstjórnar ef ætla má að aðili máls muni ekki sæta niðurstöðu málsins eða ef lög, reglur eða stefna eru ekki skýr eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
Fundir innviðanefndar verða að jafnaði 3. mánudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Nefndarmenn innviðanefndar

  • D-listi: Hjálmar Hallgrímsson, formaður og varamaður Ómar Davíð Ólafsson
  • U-listi: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður og varamaður Ragnheiður Eiríksdóttir 
  • M-listi: Unnar Ástbjörn Magnússon og varamaður Gunnar Már Gunnarsson 
  • Áheyrnarfulltrúi: B-listi: Páll Jóhann Pálsson og Sverrir Auðunsson varamaður 

Sviðsstjóri nefndar

Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri

Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála

Fundir afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála eru að jafnaði 2. og 4. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Byggingarfulltrúi vinnur og afgreiðir mál undir hann falla samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 með síðari breytingum. Afgreiðslur byggingarfulltrúa sem krefjast formlegrar meðferðar skuli fara fram á fundi afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála. Í afgreiðslunefndinni sitja að jafnaði byggingarfulltrúi, skipulagsfulltrúi og lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.

Byggingarfulltrúi getur ávallt vísað máli til afgreiðslu skipulagsnefndar eða bæjarráðs ef ætla má að aðili máls muni ekki sæta niðurstöðu málsins eða ef lög, reglur eða stefna eru ekki skýr eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.

Innsend gögn með umsókn: Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist fyrir lok dags mánudaginn fyrir fund afgreiðslunefndar.
 

Fundardagatal

Fundardagatal 2025 er hér að neðan. 

Nýjustu fundargerðir hér

Innviðanefnd

Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála

15.janúar

Afgreiðslunefnd heldur fundi sína þegar nauðsyn krefur.

17. febrúar

 

17. mars

 

21. apríl

 

19. maí

 

Júní og júlí breytilegt vegna sumarfría

 

 

 

* Birt með fyrirvara um breytingar

 

FRÉTTIR UM SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR