Ábendingar vegna Aðalskipulags 2018 - 2013

  • Skipulagssvið
  • 6. mars 2019

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að kynna drög að endurskoðuðu Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er forkynnt umhverfisskýrsla aðalskipulagstillögunnar.

Opinn íbúafundur verður haldinn í Gjánni þann 20. febrúar kl:18:30 þar sem farið verður yfir stefnubreytingar og breytingar á framsetningu aðalskipulags skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni. Tillagan er ennþá í vinnslu og gefst íbúum nú tækifæri til að koma sínum ábendingum á framfæri. Hægt er að skoða gögnin hér fyrir neðan og senda inn ábendingar til 27. febrúar 2019.

Vakin er athygli á því að á þessu stigi verður öllum ábendingum komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en þær teljast ekki formlegar athugasemdir. 
Þegar tillagan verður fullmótuð í kjölfar forkynningar verður henni vísað til auglýsingar í 6 vikur. Þá gefst öllum færi á að senda inn formlegar athugasemdir sem verður svarað skriflega. Hægt er að senda ábendingar til Sigurðar Ólafssonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, sigurdur(hjá)grindavik.is Búast má við að tillagan verði auglýst á vormánuðum 2019. 

Sigurður Ólafsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Greinargerð

Forsendu- og umhverfisskýrsla

Uppdráttur A0

Uppdráttur A1


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Jólaboð eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöð Kölku lokuð í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024