Áskorun ađ stýra umferđ gangandi um höfnina

  • Höfnin
  • 14. október 2020

Hafnarframkvæmdum við Miðgarð miðar vel áfram og ef allt gengur eftir ætti hafnarbakkinn að verða klár til að sinna sínu hlutverki í júní.  Þá verður öll þekjan komin á svæðið og bæði raforkuvirki og vatnsvirki tilbúin til notkunar. Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri sagði í viðtali við heimasíðuna að ekki hafi alltaf verið auðvellt að leysa aðgengismálin meðan framkvæmdir stóðu yfir. Eyjabakki hafi þurft að taka meiri umferð en áður. Þegar togararnir eru í landi auk saltskips geti orðið þröngt enda um að ræða mikinn massa skipa. Í kjölfarið  hafi þurft að vísa einhverjum skipum frá að koma til hafnar vegna þrengsla. Tekjumissir hafi þó ekki orðið fyrir höfnina meðan á framkvæmdum hefur staðið. 

Ein af áskorunum hafnarinnar er aðgangsstýring ferðamanna og annarra gangandi um svæðið. Ýmsar hugmyndir eru uppi um hvernig það mætti gera eins og t.d. með betri merkingum sem og útsýnispalli við Kvikuna. Ítarlegt viðtal um hafnarframvæmdirnar verður við Sigurð hafnarstjóra í næsta tölublaði Járngerðar sem kemur út í mars. 

Á  meðylgjandi mynd má sjá ferðamenn ganga um framkvæmdarsvæðið og skoða lífæðina, löndun úr bæði Páli Jónssyni og Sturlu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!