Ólafur og Ólöf Rún íţróttafólk ársins 2018

  • Íţróttafréttir
  • 4. janúar 2019

Körfuknattleiksfólkið Ólafur Ólafsson og Ólöf Rún Óladóttir voru í dag útnefnd íþróttafólk ársins 2018 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni. 

Ólafur er fyrirliði og einn af burðarásunum í Grindavíkurliðinu undanfarin ár og fastamaður í A landsliði Íslands. Hann var mjög stöðgur í leik sínum árið 2018. Ólafur hefur lagt mikið á sig við æfingar og er duglegur að taka aukaæfingar þegar tími vinnst til. Þær hafa skilað sér í betri tölum og meiri stöðugleika á árinu sem er að líða. Hann er fyrirliði Grindavíkur og mikill leiðtogi og fyrirmynd bæði innan og utan vallar. Ólafur er bindindismaður á áfengi. 

Ólöf spilaði sitt fjórða tímabil með meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára. Hún hefur lykilmaður í mestara- og unglingaflokki undanfarin ár. Ólöf hefur verið fastamanneskja í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og hefur leikið 30 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir að hafa farið í aðgerð á hné í byrjun árs var hún mætt aftur á parketið í mars. Hún átti mjög gott tímabil með ungu liði Grindavíkur og var valinn besti leikmaður meistarflokks síðastliðið vor. Ólöf er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur þar sem hún er dugleg að æfa aukalega. 

Allar deildir UMFG, Golfklúbbur Grindavíkur, Brimfaxi, GG og ÍG áttu kost á því að tilnefna íþróttamenn og íþróttakonur úr sínum röðum. Kjörið fór þannig fram að valnefnd sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fær kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að sá sem settur var í efsta sæti fékk 10 stig, sá sem settur var í annað sæti 7 stig og sá í þriðja sæti 5 stig. Allir tíu greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 100 stig. 

Þrjár efstu í kjöri á íþróttakonu ársins
1. Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur 90 stig
2. Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna 60 stig
3. Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir 50 stig

Þrír efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 
1. Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur 88 stig
2. Gunnar Þorsteinsson, knattspyrna 75 stig
3. Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar 45 stig

Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2018 
Enok Ragnar Eðvarðsson, hestaíþróttir
Gunnar Þorsteinsson, knattspyrna
Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar
Jón Júlíus Karlsson, golf
Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur

Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2018 
Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna
Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
Svanhvít Helga Hammer, golf
Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir

Íþróttamenn Grindavíkur 1988-2017 
1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1989 Sigurður H Bergmann, júdó
1990 Sigurður H Bergmann, júdó
1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1992 Sigurður H Bergmann, júdó
1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1994 Sigurður H Bergmann, júdó
1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna
1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna
2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna
2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur
2002 Sinisa Kekic, knattspyrna
2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2005 Paul MacShane, knattspyrna
2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna
2011 Óskar Pétursson, knattspyrna
2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó
2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur
2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna
2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna
2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur

Íþróttakonur Grindavíkur 2008-2018
2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur
2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna
2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur
2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna
2012 Christine Buchholz, hlaupakona
2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna
2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna
2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur


Nánar verður fjallað um verðlaunin og verðlaunahafa á nýju ári. Fleiri myndir verða einnig birtar á Facebook-síðu bæjarins eftir helgi.

Ólöf Rún Óladóttir, íþróttakona Grindavíkur 2018

Ólafur Ólafsson, íþróttamaður Grindavíkur 2018

Glæsilegur hópur þess íþróttafólks sem tilnefnt var í ár. F.v. Jón Júlíus Karlsson (golf) Gunnar Þorsteinsson (knattspyrna) Silvía Sól Magnúsdóttir (hestaíþróttir) Ólafur Ólafsson (körfuknattleikur) Ólöf Rún Óladóttir (körfuknattleikur) Jóhann Dagur Bjarnason (hjólreiðar) Svanhvít Helga Hammer (golf) og afi Guðjýjar Evu Birgisdóttur (knattspyrna) tók við verðlaunum í hennar fjarveru. 
 

Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs opnaði hófið með ávarpi. 

Sigurður Enoksson, formaður UMFG flutti ávarp fyrir hönd ungmennafélagsins.

Birgitta Sigurðardóttir og Óli Björn Björgvinsson hlutu silfurmerki UMFG

 Við eignuðumst bæði bikar- og íslandsmeistara í körfu á árinu sem hlutu viðurkenningu fyrir árangur sinn. Hér má sjá 9. flokk ásamt þjálfara sínum Ellerti Magnússyni. 

10. flokkur gerði líka góða hluti á árinu og voru þær heiðraðar fyrir góðan árangur í körfubolta en þær skiluðu tveimur titlum í ár, bæði bikar- og íslandsmeistaratitlum. Þjálfari þeirra er Ólöf Helga Pálsdóttir Woods 

Að vanda var fjölmennt á viðburðinum

Þórunn Erlingsdóttir eða Tóta eins og hún er kölluð lokaði hófinu með ávarpi fyrir hönd frístunda- og menningarnefndar. 

Feðgarnir Arnar Már og Aron Snær þökkuðu þeim feðgum sem byggðu upp júdódeildina í Grindavík, þeim Jóhannesi Haraldssyni og Gunnari Jóhannessyni fyrir sitt framlag. Sem þakklætisvott afhentu þeir glæsilega styttu af júdóköppum sem sjá má betur hér að neðan.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir