Félagsmiđstöđva- og ungmennahúsadagurinn á miđvikudaginn

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 8. apríl 2019

Miðvikudaginn 14. nóvember 2018, er félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadagurinn haldinn um allt Ísland. Þá er þér og öllum bæjarbúum Grindavíkur boðið að koma í heimsókn í félagsmiðstöðina Þrumuna frá kl. 20.00-22.00. Hægt er að skoða gömul myndaalbúm frá starfi Þrumunnar og farið verður í margvíslegar keppnir þar sem nemenda- og Þrumuráð hafa skorað á hina ýmsu bæjarbúa í. Kaka frá Hérastubb í boði fyrir gesti og gangandi og sjoppunefnd verður með opna sjoppu.

Unglingar Þrumunnar skora á ÞIG til að mæta. Komdu og kíktu á aðstöðuna og þú getur jafnvel tekið 1-2 leiki í borðtennis, FIFA, þythokkí, fúsball eða jafnvel Kassa.

Við viljum sjá sem flesta Grindvíkinga mæta. Gamla unglinga Þrumunnar, frænkur, frændur, afa, ömmur, mömmur, pabba og systkini.

Nánari upplýsingar hjá: Sigríði Etnu í netfang: setna@grindavik.is eða síma 866-2961.

Hlökkum til að sjá þig!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG