Föstudaginn 19. október n.k. verður hin árlega sviðamessa Lionsklúbbs Grindavíkur haldin í Gjánni við Austurveg. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Glens og grín að hætti sviðaunnenda. Aðgangseyrir er kr. 5000.- og er forsala miða hjá Gunna í Sjóvá. Grípið tækifærið og gleðjumst í góðra vina hópi – tilvalið fyrir vinahópa og samstarfsmenn að koma saman og njóta þessa þjóðlega siðar.
ATHUGIÐ – karlar jafnt sem konur eru velkomin.