Ungmennaráðsfundur nr. 32
Haldinn í félagsmiðstöðinni Þrumunni þann 11. september 2018 kl. 17.00.
Mættir: Friðrik, Kolbrún, Birta, Vignir, Karín, Sigríður Etna og Björg.
Dagskrá:
• Nefndarskipan
Farið var yfir hverjir væru í ráðinu.
Karín Óla sem situr eitt ár í viðbót, aðalmaður
Kolbrún Dögg sem situr eitt ár í viðbót, varamaður
Ingi Steinn sem situr eitt ár í viðbót, aðalmaður
Vignir Pálsson sem situr tvö ár í viðbót, varamaður
Birta María sem situr eitt ár í viðbót, aðalmaður
Viktor Örn sem situr eitt ár í viðbót, varamaður
Jón Fannar sem situr tvö ár í viðbót, aðalmaður
Tinna Hrönn sem situr í tvö ár í viðbót, varamaður
Hrafnhildur Una sem situr eitt ár í viðbót, aðalmaður og formaður nemenda- og Þrumuráðs
Friðrik Þór sem situr eitt ár í viðbót, varamaður og varaformaður nemenda- og Þrumuráðs
Ákveðið var að Karín og Kolbrún myndu sitja eitt ár í viðbót hvort. Ástæðan fyrir því er til að fylgja eftir ungmennaþinginu sem ráðið hefur unnið að undanfarið. Auk þess var lítil aðsókn í ungmennaráð Grindavíkur fyrir starfsárið.
• Kosning
Sigríður Etna mælti með að kosnins fyrir formann, varaformann og ritara færu fram á næsta fundi þar sem fáir gátu mætt á þennan fund. Samþykkt samhljóða.
• Ungmennaráðsfræðsla í Reykjanesbæ
Miðvikudaginn 26. september kl. 19:30-21:00 er fræðsla fyrir alla meðlimi ungmennaráða á Suðurnesjum. Í boði er fræðsla um ræðumennsku og hópefli.
Ungmennaráð Grindavíkur samþykkti að mæta á fræðsluna.
• Ungmennaþing – umferðaröryggi okkar mál
Ungmennaráð Grindavíkur hefur fengið styrk uppá 3.000.000 kr. frá Erasmus+ til að halda áfram með ungmennaþingið.
Ráðstefnan verður í Grindavík 8.-9. Nóvember 2018. Hún er fyrir ungmennaráð á suðvesturhorninu og Suðurnes.
Karín og Sigríður Etna taka að sér að skoða logo og útbúa kynningarbréf til að senda á öll sveitarfélög á svæðinu og kynna það svo fyrir hópnum. Hópurinn þarf að ræða við Salthúsið, Hjá Höllu og Geo hótel. Það eru laus 113 pláss á þingið.
• Önnur mál
Karín talaði um að allir þyrftu að vera virkir á facebooksíðu ungmennaráðsins.
Fundi slitið: 17:55