Þriðjudaginn 16. október kemur bókmenntafræðingurinn og bóndinn Harpa Rún Kristjánsdóttir til okkar á bókasafnið og fjallar um sturlun kvenna og sveitasamfélag í skáldsögunum Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi og Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur.
Fyrirlesturinn byggir á BA ritgerð Hörpu Rúnar, „Vertu stillt vina mín“ – sturlun og sveitasamfélag í skáldsögunum Dalalífi og Ljósu, sem nálgast má á skemman.is
Þar er fjallað um sameiginlega þræði þessara tveggja bóka, með áherslu á aðalpersónurnar, Ljósu og Önnu Friðriksdóttur.
Viðburðurinn hefst kl. 20:00 og verða veitingar í boði eftir að fyrirlestrinum lýkur.