Fjórir ungmennaráðsmeðlimir Grindavíkurbæjar fóru á starfsdaga ungmennaráða í Reykjanesbæ síðastliðinn miðvikudag, það voru þeir Friðrik Þór Sigurðsson, Viktor Örn Hjálmarsson, Vignir Berg Pálsson og Jón Fannar Sigurðsson. Starfsdagarnir eru haldnir árlega og eru þeir nýttir fyrir hópefli og fræðslu fyrir ungmennaráðin. Samsuð, samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, sér um skipulag starfsdagsins.
Í ár fengu ungmennin kennslu frá Sabínu, starfsmanni UMFÍ, um ræðumennsku. Magnús Guðmundsson sá svo um hópefli sem reyndi vel á samvinnu hópsins.
Starfsdagarnir eru góð byrjun á starfsemi ungmennaráðana fyrir veturinn og skemmtu ungmenni og starfsmenn ráðana sér vel.