Minni-Ţruma

  • Ţruman
  • 12. nóvember 2020

Minni-Þruman er fyrir börn í 5.-7. bekk 

Í vetur mun félagsmiðstöðin Þruman bjóða upp á skipulagt tómstundastarf ætlað nemendum í 5.-7.bekk. Öllum nemendum er frjálst að taka þátt í starfinu, og er þátttakan gjaldfrí. Dagskráin fram að jólum er fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Í félagsmiðstöðinni okkar er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni og auka almenna félagsfærni þátttakenda. Mikið af þeim tómstundum sem við bjóðum upp á krefst samvinnu og samveru sem er kjörið lærdómstækifæri fyrir þátttakendur til þess að auka hæfni sína í félagslegum athöfnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta með í starfseminni okkar í vetur

⚡️  Fylgist með okkur á instagram: thrumugram  ⚡️

Minna-Þrumuráð

*Minna-Þrumuráð sér um að skipuleggja og auglýsa starfið.
*Í ráðinu eru tveir einstaklingar úr hverjum árgangi en þrír úr 7. bekk.

*Opnunartímar fyrir 5.-7. bekk eru á miðvikudögum frá kl. 18.00-19.30.

Hér má sjá dagskránna haustið 2020


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR