Plastlaus september

  • Bókasafnsfréttir
  • 31. ágúst 2018

Í september verður bókasafnið með í árvekniverkefninu "Plastlaus september".
Við munum því ekki afhenda viðskiptavinum okkar plastpoka undir bækur, en hvetjum fólk til að koma með fjölnotapoka að heiman eða fá fjölnotapoka hjá okkur. 

Plastlaus september á að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.
Við hvetjum alla til að taka þátt í Plastlausum september, og vonum að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar.

Af hverju eigum við að sleppa plasti?

Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið.
Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. 
Allt plast sem við notum og fer ekki til endurvinnslu, safnast fyrir á urðunarstöðum eða í nátturunni og veldur þar skaða um ókomna tíð. 
Plast endar allt of oft í náttúrunni, og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó.
Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu okkar.
Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni (t.d. þalöt) sem eru skaðleg mannfólki.

https://plastlausseptember.is/


Deildu ţessari frétt