Fundur 487

  • Bćjarstjórn
  • 29. ágúst 2018

487. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. ágúst 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson aðalmaður, Birgitta H. Ramsay Káradóttir aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður, Páll Valur Björnsson aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður. 
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     HS Orka: Veðsetning samningsbundinna réttinda - 1710096
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Á 1486. fundi bæjarráðs var samþykkt yfirlýsing milli Grindavíkurbæjar og HS Orku varðandi heimildir til veðsetninga skv. hagnýtingarsamningi. Bæjarráð samþykkti yfirlýsinguna samhljóða og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða yfirlýsinguna
        
2.     Gerðavellir 17: umsókn um byggingarleyfi - 1808001
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Birgitta og Hjálmar. 

Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Gerðavöllum 17. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
3.     Fiskeldi á iðnaðarsvæði i5: Matsáætlun. - 1802054
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur. 

Erindi frá skipulagsstofnun lagt fram. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar skv. 10. gr. laga nr. 106/2000 á frummatskýrslu vegna stækkunar fiskeldis Matorku. 
Matorka starfrækir fiskeldi í Húsatóftum í Grindavík, bæði í eldri stöð með 200 tonna leyfi og í nýrri stöð sem er með 3.000 tonna leyfi. Nú er verið að sækja um stækkun á fiskeldi fyrir stöð staðsettu á skipulagssvæði i5 úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn. 

Skipulagsnefnd telur að vel sé gert grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni. 
Skipulagsnefnd telur valkost 3 er varðar fráveitu á bls. 70 og 71 sem er út fyrir stórstraumsfjöru vænlegasta kostinn. 
Að öðrum kosti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við hvernig er gert ráð fyrir framkvæmdinni og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og telur að ekki þurfi að kanna aðra þætti mótvægisaðgerðir eða vöktun að svo stöddu. Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi hjá Grindavíkurbæ. 

Tillaga 
Lagt er til að vísa málinu til bæjarráðs til ákvörðunar. 
Samþykkt samhljóða
        
4.     Umsókn um framkvæmdaleyfi: Grindavíkurvegur - 1808017
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur, Helga Dís og Guðmundur. 

Erindi frá Vegagerðinni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Grindavíkurvegar á kafla. Erindinu fylgja teikningar unnar af Eflu Verkfræðistofu og Vegagerð dagsett í ágúst 2018. Gögnin lýsa framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. 
Skipulagsnefnd fagnar framkvæmdinni og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með vísan í aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
5.     Ósk um breytta notkun: Víkurbraut 25 - 1808108
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli. 

Erindi frá Kjartani Sigurðssyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breyttri notkun á matshluta 202 á Víkurbraut 25. Matshlutinn er nú skrifstofa og óskað er eftir því að matshlutanum verði breytt aftur í íbúðarhúsnæði. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um þinglýsta breytingu á eignaskiptasamning. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar
        
6.     Staðarhraun 14: umsókn um byggingarleyfi - 1808107
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli.

Jón V. Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki bílskúrs. Erindinu fylgja teikningar frá Sigurbjarti Loftssyni og samþykki nágranna. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
7.     Víkurhóp 39-41-43- breyting á deiliskipulagi - 1808154
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður. 

Almar Þ.Sveinsson sækir um fyrir hönd Hagafells ehf. breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að fjölga húsum úr 3 í 4. Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. 
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar
        
8.     Víkurhóp 25-27-29- breyting á deiliskipulagi - 1808153
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Almar Þ.Sveinsson sækir um fyrir hönd Hagafells ehf. breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að fjölga húsum úr 3 í 4. Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. 
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
9.     Víkurhóp 45-47-49-51- umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 1808156
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli. 

Trésmiðja Heimis ehf leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort að heimilt sé að minnka lóðir við Víkurhóp 47 og 49 úr 10m breidd í 7,4m þannig að hægt verði að byggja samskonar hús á lóðinni og byggð hafa verið við Norðurhóp 1-5. Lóðir við Víkurhóp 45 og 51 myndu þá stækka sem minnkun miðju lóða nemur. 

Lóðarstærðir eru eftirfarandi: 

Nr. Fyrir breytingu Eftir breytingu 
45 420m2                   493,8m2 
47 280m2                  207,2m2 
49 280m2                  207,2m2 
51 394m2                  467,8m2 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
10.     Víkurhóp 31-33-35-37- Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 1808155
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli. 

Trésmiðja Heimis ehf leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort að heimilt sé að minnka lóðir við Víkurhóp 33 og 35 úr 10m breidd í 7,4m þannig að hægt verði að byggja samskonar hús á lóðinni og byggð hafa verið við Norðurhóp 1-5. Lóðir við Víkurhóp 31 og 37 myndu þá stækka sem minnkun miðju lóða nemur. 

Lóðarstærðir fyrir og eftir breytingu: 

Nr. Fyrir breytingu Eftir breytingu 
31 420m2                493,8m2 
33 280m2               207,2m2 
35 280m2               207,2m2 
37 420m2               493,8m2 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
11.     Deiliskipulag Víkurhóp: Breyting. - 1708137
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður Óli. 

Skipulagsnefnd samþykkti á 32. fundi að heimila Grindinni að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan tekur til Víkurhóps 30 og 32. Erindinu fylgja gögn unnin af JEES arkitektum. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt skv. 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu eigenda Víkurhóps 24, 26 og 28. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar
        
12.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu um varaformenn fastanefnda og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. 

Frístunda- og menningarnefnd 
Varaformaður: Garðar Alfreðsson 

Fræðslunefnd 
Varaformaður: Sigurður Óli Þórleifsson 

Félagsmálanefnd 
Varaformaður: Valgerður Jennýjardóttir 

Skipulagsnefnd 
Varaformaður: Ólafur Már Guðmundsson 

Umhverfis- og ferðamálanefnd 
Varaformaður: Klara Bjarnadóttir 

Hafnarstjórn 
Varaformaður: Gunnar Harðarson 

Bæjarstjórn staðfestir kosninguna samhljóða. 

        
13.     Ráðningarmál: Sviðsstjórar - 1808002
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar og Helga Dís. 

Auglýst hafa verið störf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Umsóknarfrestur var til og með 27. ágúst 2018. 5 sóttu um starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og 14 sóttu um starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. 
Bæjarráð mun vinna málið áfram. 

Bókun 
Í kjölfar umræðu og fjölmiðla umfjöllun í kringum uppsagnir sviðsstjóra og fleiri starfsmanna Grindavíkur fordæmum við hjá Rödd unga fólksins ummæli formann bæjarráðs sem birtust í Víkurfréttum. Við teljum þetta grafalvarlegt mál þar sem þarna er verið að brjóta á trúnað starfsfólks Grindavíkurbæjar og siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar. Vísun til greinar um trúnað og þagnarskyldu í siðareglum: 
Trúnaður og þagnarskylda 
Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að kjörnir fulltrúar láta af störfum. 
Kjörnir fulltrúar virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Grindavíkurbæjar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum. 
Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista 

Fundarhlé tekið kl. 18:20 - 18:27 

Bókun 
Í stærra samhengi viðtals taldi ég mig ekki brjóta gegn reglunum en finnist einhverjum á sér brotið biðst ég afsökunar á því. 
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs.
        
14.     Uppsetning Hreystigarðs í Grindavík: Kostnaðaráætlun og staðsetning - 1808183
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar. 

Tillaga 
Miðflokkurinn leggur til að farið verði í að vinna kostnaðaráætlun og að athuga staðsetningu/staðsetningar fyrir hreystigarð hér í Grindavík. 

Greinargerð 
Við erum heilsueflandi samfélag og væri þetta vel í takt við þá stefnu að setja upp svona hreystigarð þar sem ungir jafnt sem aldnir gætu nýtt sér tækin og fallegt umhverfið okkar á heilsueflandi hátt. Með því að setja upp slíkan garð erum við að auka gæði þjónustu við íbúa og draga þannig úr ójöfnuði þar sem allir gætu nýtt sér þessa aðstöðu. 
Í aðalskipulagi í kafla 4.9.2 bls 48-49 er verið að tala um opin svæði og svæði skipulögð til útivistar fyrir almenning. Þar er skipulagður almenningsgarður í Kúadal og mætti því skoða staðsetningu á slíkum garði þar, þó eru fleiri staðir sem vel gætu komið til greina. 
Hreystigarður í fallegum útivistargarði í Kúadal yrði mikil bæjarprýði og Grindavík til sóma. 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista. 

Tillaga 
Lagt er til að vísa málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu. 
Samþykkt samhljóða. 
        
15.     Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning - 1806039
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur 

Ráðningarsamningur við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, lagður fram til samþykktar. 

Bæjarstjórn samþykkir ráðningarsamninginn samhljóða.
        
16.     Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018 - 1801031
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Helga Dís. 

Fundargerð 734. stjórnarfundar SSS, dags. 22. ágúst sl. er lögð fram til kynningar.
        
17.     Fundargerðir: Heklan 2018 - 1802019
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur, Hjálmar og Birgitta. 

Fundargerð 66. fundar Heklunnar, dags. 23. ágúst sl. er lögð fram til kynningar.
        
18.     Bæjarráð Grindavíkur - 1482 - 1806014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Helga Dís, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Bæjarráð Grindavíkur - 1483 - 1807003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta, bæjarstjóri, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Bæjarráð Grindavíkur - 1484 - 1807007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1485 - 1807008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Bæjarráð Grindavíkur - 1486 - 1808001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Bæjarráð Grindavíkur - 1487 - 1808002F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Bæjarráð Grindavíkur - 1488 - 1808007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Birgitta, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur og Hallfríður og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Fræðslunefnd - 77 - 1807012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Félagsmálanefnd - 93 - 1808004F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Skipulagsnefnd - 43 - 1808003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
28.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 28 - 1807009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Helga Dís, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
29.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 29 - 1808005F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís, Hjálmar, Guðmundur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:20.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511