Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns grænna- og opinna svæða hjá Grindavíkurbæ. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Um framtíðarstarf er að ræða.
Verksvið og ábyrgð
• Starfsmaður er umsjónarmaður grænna- og opinna svæða í bæjarfélaginu
• Yfirmaður vinnuskóla
• Áætlunargerð og skipulagning
• Viðhald með götugögnum
• Umsjón með efnislosun og sorphirðu í bæjarlandinu auk ýmissar þjónustu við bæjarbúa vegna þessara verkefna
• Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi þjónustumiðstöðvar.
• Öll tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur ofl.
Hæfniskröfur
• Starfsreynsla æskileg sem nýst getur í starfi
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
• Bílpróf og vinnuvélaréttindi
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins
• Lipurð í mannlegum samskipum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Umsóknarfrestur er til og með 11. september nk.
Senda skal umsókn og starfsferilskrá til Sigmars B. Árnasonar byggingafulltrúa á bygg@grindavik.is, sem veitir einnig nánari upplýsingar í síma 420 1109.