Atvinna - Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

  • Fréttir
  • 21. ágúst 2018

Laus er til umsóknar staða sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjá Grindavíkurbæ. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga. Starfshlutfall eru 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um.

Auk faglegrar hæfni, sem tilgreind er, er sú krafa gerð til umsækjenda að þeir hafi mikla samskipta- og skipulagshæfni og getu til að stjórna breytingum ásamt hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt. Reynsla af stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er mikilvæg. Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg. Þá er krafist góðrar kunnáttu í íslensku í ræðu og riti.

Meðal helstu verkefna
• Umsjón með stefnumótun í þeim málaflokkum sem undir hann heyra í samvinnu við fagnefnd sviðsins
• Starfar í samræmi við skipulagslög, mannvirkjalög og önnur lög sem heyra undir verksviðið
• Ber ábyrgð á skipulagsgerð og útgáfu framkvæmdaleyfa
• Ráðgjöf, undirbúningur og framlagning mála fyrir fagnefnd sviðsins og bæjarráð ásamt eftirfylgni mála

Menntunar- og hæfniskröfur
• Tæknimenntun á háskólastigi og réttindi til að starfa sem skipulagsfulltrúi
• Reynsla af ráðgjafa- og stjórnunarstörfum
• Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum
• Góð tölvukunnátta og þekking á ýmsum hugbúnaði varðandi byggingarmál
• Sjálfstæði og frumkvæði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Fannar Jónasson bæjarstjóri í síma 420 1100 og með tölvupósti fannar@grindavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk. og skulu umsóknir sendar á framangreint netfang eða berast bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík, merkt „Sviðsstjóri – umsókn“.

Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál, en listi umsækjenda verður opinber að umsóknarfresti liðnum. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum