Miðgarður auglýsir 70% stöðu iðjuþjálfa í dagdvöl aldraðra. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Lýsing á starfinu: Í starfinu felst að styðja við og styrkja einstaklinga með því að veita þjónustu sem auðveldar þeim að búa sem lengst á eigin heimili. Lögð er áhersla á hreyfingu þar sem einnig er boðin aðstoð við böðun, æfingar og ýmis konar tómstundastarf.
Menntunar- og hæfniskröfur: Iðjuþjálfamenntun. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með öldruðum og getur sýnt lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, góðvild, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð. Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
Launakjör: Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Iðjuþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2018
Nánari upplýsingar: Stefanía Jónsdóttir forstöðumaður, í síma 426-8014 eða með tölvupósti stefania@grindavik.is
Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá skal skilað með tölvupósti á stefania@grindavik.is