Söguratleikur Sjóarans síkáta hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ómissandi partur af hátíðinni okkar, en leikurinn stóð fram á Jónsmessu. Samkvæmt kúnstarinnar reglum á að draga í leiknum í Jónsmessugöngu Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins en undanfarin ár hefur það reynst erfitt vegna veðurs. Við drógum því í leiknum í beinni útsendingu á Facebook síðastliðinn mánudag, og eftirfarandi nöfn komu upp úr pottinum.
1. sæti - Hlín Ólafsdóttir, Grindavík
2. sæti - Soffía Snædís Sveinsdóttir, Grindavík
3. sæti - Sara Dís Ólafsdóttir, Sandgerði
Vinningarnir eru ekki af verri endanum, frekar en undanfarin ár:
1. Gjafabréf í Bláa Lónið og þriggja rétta á LAVA restaurant fyrir tvo
2. Gjafabréf í Bláa Lónið og þriggja rétta á LAVA restaurant fyrir tvo
3. Gjafakort í Nettó að upphæð 25.000