Úrslitin frá Íslandsmeistaramótinu í ísbađi 2018 - Lea Marie Galgana Íslandsmeistari

  • Sjóarinn síkáti
  • 6. júní 2018

Íslandsmeistaramótið í ísbaði 2018 var haldið hér í Grindavík í aðdraganda Sjóarans síkáta, fimmtudaginn 31. maí. Sjö keppendur voru skráðir til leiks að þessu sinni, og fóru tveir þeirra yfir 40 mínútur í 0° köldu vatninu. Lea Marie Galgana var lengst allra í vatninu á nýju Íslandsmeti í ísbaði, eða í 42 mínútur og 20 sekúndur. Það vekur athygli að sigurvegarinn gat vart staðið, hvað þá gengið fyrir verkjum fyrir aðeins nokkrum mánuðum, og mætti jafnvel líkja bara hennar og við kraftaverk.

Úrslit og tímar keppenda voru eftirfarandi:

1. Lea Marie Galgana 42,20 
2. Algirdas Kazulis 41,18
3. Sigurður J. Ævarsson 35,05
4. Guðjón Magnússon 20,02
5. Benedikt S. Lafleur 15,06
6. Stefán Ívarsson 12,27
7. Valgerður Ágústsdóttir 5,56

Lea Marie Galgana með verðlaunagripinn í heita pottinum.

Stofnandi og skipuleggjandi mótsins, Benedikt S. Lafleur, vildi koma eftirfarandi þökkum á framfæri til þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera þessa keppni að raunveruleika:

„Grindvíkingar stóðu sig eins og hetjur, fremstir í flokki voru Grindavíkurbær, Hermann Guðmundsson forstöðumaður sundlaugarinnar stóð sig eins og hetja við framkvæmd keppninnar og eins nafni hans, Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, Stakkavíkur. Einnig vil ég koma kæru þakklæti til annarra velunnara keppninnar, eins og Salthúsinu og Bryggjunni fyrir flottan mat og næringu, sem og Ísgel ehf. Ísbaðskeppnin hefði samt ekki verið möguleg án aðkomu Kolbrúnar Jóhannsdóttur, hjúkrunarfræðings og Gunnars Margeir Baldursson sjúkraflutningsmanns frá Heilsugæslunni í Grindavík“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 2. desember 2024

Ađventutónleikar í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 29. nóvember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

Fréttir / 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 26. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

Fréttir / 25. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Fréttir / 11. nóvember 2024

Fjölsótt samverustund ári eftir rýmingu

Fréttir / 5. nóvember 2024

Stórsveit Íslands býđur á tónleika

Fréttir / 4. nóvember 2024

Uppbyggingarsjóđur auglýsir eftir umsóknum