Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrestinn í "selfie" ratleik Sjóarans síkáta til föstudagsins 8. júní. Leikurinn er einfaldur en hann gengur þannig fyrir sig að við birtum hér myndir af fjórum nokkuð auðþekktum stöðum í Grindavík og það eina sem þið þurfið að gera er að leita þessa staði upp og taka "selfie", eða sjálfu, með sama bakgrunn og er á þessum myndum, pósta á Instagram og merkja með myllumerkinu #sjoarinnsikati2018. Það eina sem þarf að passa upp á er að hafa póstinn opinn svo hægt sé að finna hann þegar dregið verður úr innsendum myndum!
Dregið verður úr merktum myndum föstudaginn 8. júní en til þess að eiga möguleika á vinningi þarf að taka mynd á öllum fjórum stöðunum.
Vinningarnir eru ekki af verri endanum.
1. sæti - Út að borða fyrir 2 á LAVA restaurant við Bláa Lónið
2. sæti - Út að borða fyrir 2 á LAVA restaurant við Bláa Lónið
3. sæti - Út að borða fyrir 2 hjá höllu
4. sæti - Saltfiskur frá Þorbirni
Staðirnir sem um ræðir má sjá bæði hér að ofan sem og hér fyrir neðan: