Fimm sjómenn heiđrađir á sjómannadaginn 2018

  • Höfnin
  • 14. október 2020

Á Sjómanndaginn þann 3. júní sl voru heiðraðir fimm sjómenn frá Grindavík. Hátíðleg athöfn fór fram í Grindavíkurkirkju í sjómannamessu dagsins. Prestur Grindvíkinga, séra Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari og Kór Grindavíkurkirkju leiddi söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista. Þeim til halds og traust voru þau Leifur Guðjónsson sjómaður sem flutti ræðu sjómannsinns og þá fluttu sjómannshjónin Kristmundur Óli Jónsson og Ásdís Ester Kristinsdóttir ritningarlestra. Sonur þeirra Tómas Darri Kristmundsson bar krans til minningar um drukknaða og týnda sjómenn.

Lúðrasveit verkalýðsins tók þátt í athöfninni og flutti m.a lögin Suðurnesjamenn og Brennið þið vitar, og leiddi svo fjölmenna skrúðgöngu að minnisvarðanum Von. Meðal gesta í Grindavíkurkirkju var forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir en hún flutti ræðu Sjómannadags á hátíðarsvæði eftir messu. Forseti Íslands hr.Guðni TH Jóhannesson tók þátt í skrúðgöngu að minnisvarðanum Von og sameinaðist gestum á hátíðarsvæði. Guðni og Katrín tóku einnig þátt í hátíðarhöldum sjómannafélagsins í Víðihlíð dvalarheimili aldraðra í Grindavík.

Á myndinni frá vinstri eru: Einar Hannes Harðarson formaður SVG, Stefán Egilsson og dóttir hans Kristín Egilsdóttir, Elínborg Ása Ingvarsdóttir og Guðjón Einarsson, Gunnar Sigurðsson og Stefanía Bragadóttir, Guðmundur Sigurðsson og Kristólína Þorláksdóttir og Jón A Ásgeirsson.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík