Atvinna - Aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Laut

  • Fréttir
  • 5. júní 2018

Aðstoðarleikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Laut í Grindavík frá og með 14. ágúst nk. Leikskólinn Laut er í nýlegu húsnæði og er fimm deilda  skóli með rúmlega 100 börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Laut er Grænfánaskóli og starfar eftir Uppbyggingarstefnunni. Grunngildi leikskólans eru gleði, hlýja, virðing.

Starfsvið: 
• Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans.
• Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
• Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
• Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum hverju sinni.

Menntun, reynsla og hæfni:
• Leikskólakennaramenntun.
• Framhaldsmenntun æskileg.
• Stjórnunarreynsla í leikskóla æskileg,
• Færni í samskiptum.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Góð tölvukunnátta.
• Góð íslenskukunnátta.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 1.júlí nk.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um menntun og starfsferil. Umsókn sendist á netfangið frida@grindavik.is 

Allar nánari upplýsingar gefur Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri í síma 420 1160, 847 9859.
Heimasíða leikskólans Lautar er http://www.grindavik.is/laut


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Höfnin / 18. janúar 2021

Vinna við nýju innsiglingabaujuna

Skipulagssvið / 21. desember 2020

Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

Fréttir / 25. nóvember 2020

Viðhald gatnalýsingar í Grindavík

Höfnin / 17. nóvember 2020

Grindavíkurhöfn

Skipulagssvið / 23. október 2020

Óskað eftir tilboðum í göngu- og hjólastíg

Skipulagssvið / 14. september 2020

Nafnasamkeppni

Skipulagssvið / 21. ágúst 2020

Deiliskipulag norðan Hópsbrautar

Fréttir / 16. júní 2020

Hverfisskipulag í kynningu

Fréttir / 22. maí 2020

Rafræn umsókn um garðslátt

Fréttir / 15. maí 2020

Laus störf hjá Grindavíkurbæ

Skipulagssvið / 4. mars 2020

Lausar lóðir

Tónlistaskólafréttir / 25. febrúar 2020

Starfsdagur í tónlistarskólanum 26. febrúar

Fréttir / 22. janúar 2020

PMTO námskeið vor 2020

Fréttir / 26. nóvember 2019

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 19. nóvember 2019

Nýr leikskóli: Kynning á hönnun