Þá er sjómannadagurinn 2018 í garð genginn og óskum við sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Hátíðarhöldin á Sjóaranum síkáta ná hápunkti í dag og verður meira en nóg um að vera eins og sjá má hér að neðan:
Dagskrá Sjóaran síkáta sunnudaginn 3. júní - Sjómannadagurinn
08:00 Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga.
Fornbíla- og traktorasafn til sýnis: Hermann Th. Ólafsson í Stakkavík á og geymir mikið safn fornbíla og traktora og í aðdraganda Sjóarans síkáta og fram yfir sjómannahelgina verður safnið til sýnis í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan). Aðgangseyrir er 1.000 kr. frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
09:00-18:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur.
10:00-17:00 Kvikan Saltfisksetrið og Guðbergsstofa opin.
10:00-17:00 Kvikan: UNDRAVERÖLD VIÐ HAFIÐ – Sjómennskan séð með augum grindvískra barna.
10:00-17:00 Kvikan: BORGIR – Pálmar Örn Guðmundsson.
12:30 Sjómannadagsmessa: Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
Ræðumaður: Leifur Guðjónsson
Einsöngur: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Ásdís Ester Kristinsdóttir og Kristmundur Óli Jónsson.
Kransaberi verður Tómas Darri Kristmundsson.
Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni.
Að því loknu verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verkalýðsins í Reykjavík mun taka þá í athöfninni.
13:00 Frískandi sjávarbað í höfninni undir leiðsögn Benedikts S. Lafleur. Þátttakendur hafi með sér handklæði.
13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna. Frítt fyrir börnin.
13:00-17:00 Slysavarnardeildin Þórkatla: í sölugámi á hátíðarsvæði verður candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu.
14:00-17:00 Kvikan: Vöfflukaffi í Kvikunni – fjáröflun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.
13:00-18:00 Fiskasafn á bryggjukantinum, Sjóarinn síkáti í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun í Grindavík og sjávarútvegsfyrirtæki setja upp fiskabúr af ýmsum stærðum þar sem verður að finna marga af þeim helstu nytjafiskum sem veiðast við Ísland. Á staðnum verða meðal annars snertibúr með kröbbum, krossfiskum og ígulkerjum sem spennandi er fyrir börnin að skoða og handfjatla. Einnig verða furðufiskar sem veiðst hafa á grindvískum bátum til sýnis í fiskikörum.
15:00-17:00 Sjómannadagskaffi í Gjánni – Hérastubbur stendur fyrir myndarlegu Sjómannadagskaffi í Gjánni. Frítt fyrir yngri en 6 ára, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára og 2.000 kr fyrir fullorðna.
14:00 Hátíðarhöld við Kvikuna í tilefni Sjómannadagsins. Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, flytur ræðu og setur daginn formlega.
14:00-17:00 Leiktæki frá Skemmtigarðinum á hafnarsvæðinu fyrir krakka á öllum aldri. Frítt í leiktæki frá Skemmtigarðinum.
14:00-15:00 Víðihlíð: Kirkjukór Grindavíkur flytur nokkur lög ásamt Sigríði Thorlacius og félögum.
15:00 Flekahlaup – koddaslagur – kararóður. Pizzaverðlaun í boði. Skráning á staðnum.
15:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði:
• Sterkasti maður á Íslandi The Víking Challenge. Stærsta keppnin til þessa. Keppt í 4 greinum báða dagana. Fyrsta og síðasta grein dagsins verða við hátíðarsviðið, hinar við löndunarkantinn eða á götunni. Mylluganga, drumablyfta, uxaganga og trukkadráttur.
• Gunni og Felix
• Skoppa og Skrítla
• Leikhópurinn Lotta
• Íþróttaálfurinn
15:00-17:00 Hestateyming við Kvikuna. Börnum gefst tækifæri á að fara á hestbak.
16:00-17:00 Grindjánar bifhjólaklúbbur við Fiskmarkaðinn. Ókeypis krakkakeyrsla. Börn fá að sitja aftan á bifhjólum og fara hring. Mömmum fá að fara rúnt á eftir.
20:00 Sjómannastofan Vör – Hátíðarkvöldverður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sér um veislustjórn og skemmtun. Sigríður Thorlacius syngur.