Framundan er smekkfullur dagur af glæsilegri dagskrá á Sjóaranum síkáta og mætti segja að öllu verði tjaldað til í dag og langt fram á nótt. Dagskráin við hátíðarsviðið hefst kl. 14:00 og í kvöld kl. 20:00 verða stórtónleikar sviðinu þar sem margir af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram.
Frá 20:00 til 21:00 munu ungir rapparar hafa sviðið til umráða en frá kl. 21:00 verða Bryggjutónleikar þar sem stórskotaliði íslenskra tónlistarmanna mun koma fram. Enginn ætti að láta þessa tónleika fram hjá sér fara, en það er frítt inn á tónleika.
Fyrir þá sem hafa enn ekki fengið nóg af glaumi og gleði að tónleikunum loknum þá verður stórdansleikur í íþróttahúsinu frá kl. 23:30 og langt fram á nótt.
Dagskrá Sjóarans síkáta laugardaginn 2. júní
09:00-18:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur.
Fornbíla- og traktorasafn til sýnis: Hermann Th. Ólafsson í Stakkavík á og geymir mikið safn fornbíla og traktora og í aðdraganda Sjóarans síkáta og fram yfir sjómannahelgina verður safnið til sýnis í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan). Aðgangseyrir er 1.000 kr. frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
10:00-23:00 Kvikan Saltfisksetrið og Guðbergsstofa opin.
10:00-23:00 Kvikan: UNDRAVERÖLD VIÐ HAFIÐ – Sjómennskan séð með augum grindvískra barna.
10:00-23:00 Kvikan: BORGIR – Pálmar Örn Guðmundsson.
12:30 Bylgjan í beinni frá Sjóaranum síkáta með aðsetur í Kvikunni.
14:00 Sjópulsan á ferð um höfnina. Tvenns konar ferðir; Ferð ofurhugans 13 ára og eldri – Ferð með yngri um höfnina. (Er háð veðri.)
14:00-17:00 Kvikan: Vöfflukaffi í Kvikunni – fjáröflun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu
14:00-17:00 Leiktæki frá Skemmtigarðinum á hafnarsvæðinu fyrir krakka á öllum aldri. Frítt í leiktæki frá Skemmtigarðinum.
13:00-16:00 Andlitsmálun við Kvikuna. Frítt fyrir börnin.
13:00-17:00 Slysavarnardeildin Þórkatla: í sölugámi á hátíðarsvæði verður candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu.
14:00-17:00 Skemmtidagskrá á hátíðarsviði:
• Sterkasti maður á Íslandi The Víking Challenge. Stærsta keppnin til þessa. Keppt í 4 greinum báða dagana. Fyrsta og síðasta grein dagsins verða við hátíðarsviðið, hinar við löndunarkantinn eða á götunni. Mylluganga, drumablyfta, uxaganga og trukkadráttur.
• Gunni og Felix
• Sunny Side Road
• Sirkus Íslands
• Leikfélag Keflavíkur
• BMXBrós
14:00 Hópkeyrsla bifhjóla frá Northern Light Inn, ekið inn í bæinn niður Víkurbraut, Ránargötu og inn á Hafnargötu, niður Ægisgötu og stoppað við VIRKIÐ, klúbbhús Grindjána, hjólum raðað upp til sýnis. Grindjánar bifhjólaklúbbur ásamt öðrum klúbbum stendur fyrir dagskránni.
16:00-17:00 Grindjánar bifhjólaklúbbur við Fiskmarkaðinn. Ókeypis krakkakeyrsla. Börn fá að sitja aftan á bifhjólum og fara hring. Mömmur fá að fara rúnt á eftir.
20:00-22:00 Kvikan: Vöfflukaffi í Kvikunni – fjáröflun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu
20:00-22:30 BRYGGJUTÓNLEIKAR
20:00-21:00 RAPPARAR TAKA YFIR SVIÐIÐ
• Vikki Króna
• Herra Hnetusmjör, Joe Frazier og DJ Egill Spegill
21:00-22:30 BRYGGJUTÓNLEIKAR
• Hljómsveit Grétars Örvarssonar
• Sigga Beinteins
• Friðrik Dór
• Eyþór Ingi
• Ágústa Eva
• Pálmi Gunnarsson
• Grétar Örvarsson
• Tómast Guðmundsson
• Íris Kristjánsdóttir
• Þorvaldur Halldórsson
22:30 - Bjartmar Guðlaugsson á Fish house. Frítt inn
23:30 – Íþróttahúsið: Risa dansleikur fram á rauða nótt. Körfuknattleiksdeild UMFG stendur fyrir sínu árlega balli og lofar miklu stuði. Fram koma:
Stuðlabandið
Salka Sól
Úlfur Úlfur
Big Baby
Miðasala við innganginn. Húsið opnar kl. 23:30.