Þar sem lítið hefur heyrst frá hverfunum í tengslum við skreytingar nú í aðdraganda Sjóarans síkáta var ákveðið að ráða litabæjarstjóra til starfa tímabundið. Litabæjarstjórinn tók formlega við embættinu í dag, en það var kollegi hennar, Fannar Jónasson bæjarstjóri, sem vígði litabæjarstjórann inn í embætti í dag og afhenti henni litaborða hverfanna.
Litabæjarstjórinn verður á ferð og flugi næstu daga og ekki ólíklegt að Grindvíkingar sjái henni bregða fyrir, bæði þar sem vel er skreytt og þar sem minna er skreytt. Litabæjarstjórinn mun bæði hrósa og hvetja til dáða og hjálpa til við að koma öllu í gleðigírinn fyrir komandi helgi.
Hægt er að fylgjast með ævintýrum litabæjarstjórans á snapchat, en hún hefur tekið yfir aðgang Sjóarans síkáta, sem er einfaldlega sjoarinnsikati. Einnig er hægt að skanna kóðann hér að neðan.
Þeir sem vilja koma ábendingum til skila til litabæjarstjórans geta sett sig í samband við ritara bæjarstjórans, en það er Sigríður María Eyþórsdóttir.
Litaborðinn afhentur
Samstarfið innsiglað formlega með handabandi