Íslandsmeistaramót í ísbađi í sundlaug Grindavíkur 31. maí

  • Sjóarinn síkáti
  • 29. maí 2018

Íslandsmeistaramótið í ísbaði 2018 verður haldið fimmtudaginn 31. maí í Sundlauginni í Grindavík. Hefst keppnin kl 17.30. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin. Sú fyrsta fór fram á Sauðárkróki, önnur í fyrra á Blönduósi og sú þriðja verður haldin hér í Grindavík.

Veitt verða fyrstu, önnur og þriðju verðlaun, þá fá allir þátttakendur vitnisburð um þátttökuna í keppninni. Aldurstakmark er 18 ár, en þeir sem yngri eru fá einnig að spreyta sig á ísbaðinu að keppni lokinni. Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum og leitast verður við að gæta fyllsta öryggis. Hitastigið í ískörunum er 0 gráður á celsíus. 

Íslandsmetið nú á Vilhjálmur Andri Einarsson, 20 mínútur. Benedikt S. Lafleur lenti í öðru sæti, dvaldi 17 mínútur í ískarinu, en einnig er vitað til þess að menn hafi dvalið í rúmlega hálftíma í sambærilegum ískörum í Grindavík, þó ekki í formlegu ísbaðsmóti sem þessu. Nú fá grindvísk heljarmenni tækifæri til að fá sinn árangur formlega skráðan í sögubækurnar.

Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst að vekja athygli á heilsugildi kaldra baða. Skipuleggjandi og stofnandi keppninnar er Benedikt S. Lafleur. Benedikt hefur stundað rannsóknir á áhrifum kaldra baða, einkum sjávarbaða á líðan og heilsu fólks og varði 90 eininga meistararitgerð um það efni í ferðamálafræðum í Háskólanum á Hólum 2016.

Benedikt heldur kynningu á rannsóknum sínum og Ísbaðskeppninni á þri, í dag, kl 17.15, í anddyri Sundlaugarinnar í Grindavík. Boðið verður up á kaffi og kleinur. Allir velkomnir.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. janúar 2025

Vinnustofa Sóknaráćtlunar Suđurnesja

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 17. desember 2024

Ćvisaga Edda í Hópsnesi komin út

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík