Grindavíkurbær óskar eftir að ráða starfsmann á Bókasafn Grindavíkur í 100% stöðu. Um framtíðar starf er að ræða. Starfið heyrir undir forstöðumann bókasafns.
Starfið felst m.a. í umsjón með barnastarfi og safnkennslu nemenda, afgreiðslu, frágangi og innheimtu safngagna, ásamt öðrum tilfallandi störfum.
Starfsmaður mun einnig taka þátt í kynningar- og fræðslumálum bókasafns í samstarfi við forstöðumann. Viðkomandi er jafnframt staðgengill forstöðumanns.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Bókasafns- og upplýsingafræði, bókmennafræði, kennaramenntun eða sambærileg menntun er kostur
• Starfsreynsla á bókasafni er kostur
• Reynsla af starfi með börnum og unglingum er kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Frumkvæði og skipulagshæfni
• Góð tölvukunnátta
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
• Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Andrea Ævarsdóttir forstöðumaður bókasafns í síma 420-1141 eða í tölvupósti andrea@grindavik.is.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið andrea@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í síðasta lagi 15. ágúst.