Melkorka Ýr heldur tónleika í Grindavíkurkirkju í tilefni af framhaldsprófi sínu í klassískum söng. Tónleikarnir verða klukkan 20 á Hvítasunnudag og eru allir velkomnir.
Undanfarin tvö ár hefur hún stundað nám við Söngskóla Sigurðar Demetz undir leiðsögn Sigrúnar Hjálmtýsdóttur (Diddú).
Efniskráin er fjölbreytt og skemmtileg og spannar yfir námsárin hennar í skólanum
Á flyglinum verður svo Snorri Sigfús Birgisson.