Stu­ningur vi­ nemendur og fj÷lskyldur ■eirra

  • GrindavÝkurbŠr
  • 16. september 2020

Skólaþjónustan starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. nr. 444/2019.  Skólaþjónustan veitir börnum, foreldrum og starfsfólki skóla stuðning með það að markmiði að valdefla skóla í faglegu starfi til að sinna fjölbreyttum þörfum barna á skólaaldri og styrkja foreldra í hlutverki sínu.

Þetta er gert með snemmtækri íhlutun, greiningu, ráðgjöf og námskeiðum, eftir því sem við á.

Markmið með skólaþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

Ef foreldrar óska aðkomu skólaþjónustu skulu þeir hafa samband við starfsfólk skóla og um beiðnir fer samkvæmt leiðbeiningum um tilvísanir.
 


Deildu ■essari frÚtt

AđRAR S═đUR