Frístundabćklingur

  • Grindavíkurbćr
  • 2. júní 2021

Á hverju hausti gefur Grindavíkurbær út svokallaðan frístundabæklinginn, en í honum er að finna yfirlit yfir allt það helstu frístundastarf sem iðkað er í Grindavík, bæði hjá ungum sem öldnum. Útgáfa bæklingsins er í höndum sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, Eggerts Sólbergs Jónssonar, og má senda honum línu með ábendingum jafnt sem óskum á eggert@grindavik.is

Frístundabæklingur 2018 - vefútgáfa

 

Sköpun og gleði í Grindavík sumarið 2018

Boðið er uppá fjölda spennandi námskeiða fyrir krakka og ungt fólk á aldrinum 6-20 ára í sumar. Hér er að finna þau námskeið sem í boði eru en viðbúið er að þeim muni fjölga og um að gera að fylgjast vel með á hér á vefsíðu Grindavíkurbæjar og Facebook-síðu Kvikunnar og skrá sig þegar spennandi námskeið eru í boði. 

Íþróttanámskeið eru fjölmörg og í þessum bæklingi er að finna æfingatöflur og upplýsingar um námskeið hjá deildum UMFG en hér er einnig að finna upplýsingar um fjölmörg skapandi sumarnámskeið, trúðanámskeið, rapp, fatahönnun og ýmisleg fleira. 

Markmiðið með námskeiðum sumarsins er að efla sköpunargleði og færni ykkar, hvort sem þið veljið íþróttanámskeið eða skapandi námskeið — nú eða hvort tveggja. 
Þeir sem vilja koma upplýsingum um námskeið í sumarbæklinginn geta haft samband við Ólöfu Helgu í Kvikunni kvikan@grindavik.is eða Björgu bjorg@grindavik.is

Hlökkum til þess að vinna með ykkur í sumar að skemmtilegum verkefnum.

Sköpun og gleði í Grindavík sumarið 2018 - Bæklingur á rafrænu formi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR