Vegna fjölda fyrirspurna hefur Minja – og sögufélag Grindavíkur ákveðið að sýna myndina „Ég man þig“ aftur, föstudagskvöldið 30. mars kl. 20:00, en myndin er byggð á samnefndri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur. Sú kvikmynd er að mestu leyti tekin upp í húsnæði Minja – og sögufélagsins Grindavíkur, Bakka.
Kvikmyndafélagið fékk húsnæðið leigt undir tökur á kvikmyndinni, og voru tekjurnar af því notaðar til uppbyggingar á húsnæðinu. Minja – og sögufélag Grindavíkur hefur staðið í því að koma húsnæðinu aftur í sína upprunalegu mynd í samræmi við verkefnið „Gamli bærinn“. Stuðst er við gamlar myndir af húsnæðinu til að viðhalda upprunualegu myndinni.
Framtíðarsýn félagsins er að koma upp sýningum á munum og minjum sem tengt búsetu og vinnu í Grindavík frá fornu fari.