Hinn 28. mars nk. á milli kl. 15:00 og 17:00, verður haldin kynning á nýjum íbúðum í Víðihlíð sem verða tilbúnar til úthlutnar í júní nk. en auglýst verður eftir umsóknum frá og með 28. mars.
Um er að ræða sex íbúðir, tvær hjónaíbúðir og fjórar einstaklingsíbúðir. Kynningin fer fram á 2. hæð í viðbyggingunni og á staðnum verða fulltrúar Grindavíkurbæjar, verktaka og hönnuða sem munu svara spurningum gesta. Teikningar munu liggja frammi á staðnum og eru einnig hér að neðan. Stærð íbúðanna er 44, 46, 46, 48, 71 og 71 m2.
Hér að neðan eru teikningar af viðbyggingunni ásamt teikningum af innréttingum