Krónika - Grindavíkursögur á Bryggjunni í kvöld kl. 21:00

  • Menningarfréttir
  • 15. mars 2018

Í kvöld verða Grindavíkursögur á Bryggjunni en þar munu þau Már Jónsson sagnfræðingur og dr. Birna Bjarnadóttir kynna nýjar bækur sínar sem báðar tengjast Grindavík. Már kynnir bókina „Þessi sárafátæka sveit“ sem hann er að gefa út í samvinnu við Grindavíkurbæ. Bókin fjallar um stöðu 34 einstaklinga sem létust í Grindavík og Krísuvík á tímabilinu 1774–1824. Aðstæður fólks voru fábreyttar á þessum árum og tækifærin fá, en hópurinn engu að síður fjölbreyttur og aldursbilið frá þrítugu fram yfir sjötugt.

Það er okkur öllum hollt að þekkja fortíð heimabyggðarinnar og þessari bók er ætlað að auk þekkingu okkar á lífsháttum og menningu íbúa í Grindavíkurhreppi áður en uppgangur atvinnulífs hófst fyrir alvöru undir lok 19. aldar og lauk með þeirri almennu velsæld sem nú blasir við í bænum. Bókin verður til sölu á meðan á fyrirlestrinum stendur á sérstöku kynningarverði, 2.500 kr, en hún kosta 3.200 í almennri sölu. Aðeins verður tekið við peningum.

Dr. Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í verkum Guðbergs Bergssonar og kynnir hún nýtt ritverk tengt Guðbergi og skrifum hans. Í ritinu hefur verið safnað saman greinum héðan og þaðan úr heiminum sem eiga það sammerkt að fjalla um verk Guðbergs á einn eða annan hátt. Lesið verður upp úr bókinni og býðst þeim er viðburðinn sækja að kaupa bókina í forsölu og fá þeir nafn sitt prentað í bókina, sem gert er ráð fyrir að komi út í sumar. Aðeins verður tekið við peningum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!