Vinnuskóli Grindavíkur

  • Grindavíkurbćr
  • 28. maí 2019

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk grunnskólanna sem eru með lögheimili í Grindavík geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið. Lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs.

Verkstjóri vinnuskólans er Bergsteinn Ólafsson umsjónarmaður grænna og opinna svæða. Sími 660 7322. Netfang: beggi@grindavik.is. Öll erindi varðandi vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beina til hans.

Upplýsingar um launamál veitir Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri- frístunda- og menningarsviðs. Netfang: eggert@grindavik.is.

Handbók Vinnuskólans sumarið 2018 er aðgengileg hér að neðan. Í handbókinni er að finna tímasetningar á vinnu hópanna, laun og hverfaskiptingu, upplýsingar um vinnutíma og þau leyfi sem skila þarf inn. 

Handbók vinnuskólans 2019 

Sérstakur kynningarfundur um starfsemi Vinnuskóla Grindavíkur verður haldinn í Grunnskóla Grindavíkur mánudaginn 4. júní kl. 14:00. Þangað eru boðaðir allir nemendur fæddir 2003, 2004 og 2005. Foreldrar/forráðamenn velkomnir með á fundinn. Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör. Athugið að litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann

Leyfisbréf fyrir vinnuskólann


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR