Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðasvæði í Grindavík

  • Fréttir
  • 13. mars 2018

Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti þann 30.01.2018 að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna skipulagsáforma Grindavíkurbæjar um nýtt íbúðarsvæði í Grindavík.

Íbúafundur vegna lýsingarinnar  verður haldinn miðvikudaginn 07.03.2018 kl 17:00 í Kvikunni, Hafnargötu 12 í Grindavík. Umrætt svæði fyrir íbúðarbyggð liggur norðaustan við Hópsbraut og norðan við Austurveg innan Grindavíkurbæjar. Áætlað er að á svæðinu rísi blönduð íbúðarbyggð ásamt samfélagsþjónustu sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030.

Lýsingin verður til sýnis á vefsíðu Grindavíkurbæjar og á skrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 640 Grindavík frá 23.02.2018 – 20.03.2018 á skrifstofutíma.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Grindavíkurbæjar eða á netfangið armann@grindavik.is  eigi síðar en 20.03.2018.

Ármann Halldórsson
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Skipulagslýsing - Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðasvæði í Grindavík (PDF - 2mb)

Glærukynning frá íbúafundi
 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum