Mikilvægt er að börn séu í þæginlegum fötum í leikskólanum sem henta bæði til leikja sem og sköpunar.
Nauðsynlegt er að alltaf séu aukaföt í leikskólanum , því stundum verða börnin blaut eða það kemur eitthvað slys. Við höfum ekki aukaföt í leikskólanum til að lána og því er hringt heim ef að það vantar aukföt.
Viljum einnig benda ykkur á foreldrar góðir að merkja öll föt og skófatnað. Það auðveldar okkur öllum lífið og minni hætta er á að fatnaður týnist. Viljum t.d. benda ykkur á að hægt er að panta merkimiða með nafni og símanúmer inn á rogn.is
Á Íslandi er allra veðra von og því er gott sérstaklega á haustin og veturnar að hafa bæði kuldagalla, pollagalla, húfu,sokka,vettlinga fyrir barnið og nauðsynlegt að hafa auka vettlinga með. Viljum benda ykkur á að helst ekki vera með fingravettlinga, bæði eru þeir oft kaldari en gömlu góðu ullarvettlingarnir og það tekur mun meiri tíma að klæða t.d. 24 börn í fingravettlinga en venjuleg vettlinga.